Efni
16.5.2009 | 13:15
Bindiskylda og bindisskylda
Mig minnir að afnám eða lækkun bindiskyldu hafi verið eitt af því sem bankarnir börðust fyrir og fengu framgengt, og hafi þannig átt þátt í hruninu. Reyndar er ég ekki of klár á því hvað bindiskylda var (eða er) - er það ekki krafa frá Seðlabankanum um að ekki sé ekki allt fé lánað jafnóðum út og það er lagt inn?
Bindisskyldan er aftur á móti sú skylda að karlar skyldu bera hálsbindi í þingsal. Þetta voru víst lengst af óskrifaðar reglur en ekki skrifaðar. Fjölmiðlar tóku virkan þátt í að viðhalda þessari hefð með því að taka viðtöl við nýja karl-þingmenn eingöngu um hálsbindisleysið en ekki málefnið og gerðu hina nýju þingmenn eða varaþingmenn svo leiða á því að þeir fundu hálsbindi. Nú hefur þessi skylda verið afnumin og vonandi leiðir það ekki til neins konar hruns. Ef til vill er það jafnvel tákn um nýja tíma.
Ég veit ekki hvort allir karlar báru hálsbindi á aðalfundi Byrs sem eingöngu kaus karla í stjórn - tók ekki eftir því hvort það var í varastjórnina líka. Ég veit ekki hvort Byr verður bæði með bindi- og bindisskyldu.
Athugasemdir við fréttaflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Til þess það far ekki milli mála, þá er bindiskylda 2% eins og stendur skv. lögum 4.gr 373/2008 um Seðlabanka Íslands. Þetta þýðir að bankar þurfa að leggja 2Kr inn á bindireikning hjá Seðlabankanum til þess að geta lánað út 100Kr.
Þetta þýðir einfaldlega að bankar geta fræðilega fimmtíufaldað innlán viðskiptavina sinna sem fjármagn til útlána; (1/(2/100)) = 50.
Með öðrum orðum, þá hefur bindiskylda ekkert að gera með það að tryggja innistæður viðskiptavina bankanna, heldur er hún stjórntæki Seðlabanka til að stýra því hve mikið fjármagn bankarnir geta framleitt til útlána.
Varðandi bindisskylduna, þá held ég að hún vefjist ekki fyrir neinum.
Greppur Torfason 17.5.2009 kl. 08:02
Kærar þakkir, Kristinn, fyrir ábendinguna
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.5.2009 kl. 10:49
Hélt reyndar að fyrst þegar heyrði minnst á þetta nýja baráttumál bindisskyldu hélt ég að það hefði eitthvað með bankana að gera. það er baráttumál málanna núna en ekki hálstau.
Á ervitt með að stilla stóru orðunum í hóf út af þessari vitleysu. En ekki er til bóta að missa sig í reiði yfir þessari ótímabæru baráttu um bindisskyldu meðan heimilum og atvinnu er að blæða út. Velti fyrir mér hvers vegna fólk trúir að svona smámunir skipti máli núna. Hver er að ljúga þetta blessaða fólk fullt af svona vitleysu?
Verð að temja mér æðruleysi betur eða að hætta að tjá mig um svona vitleysu. Reiði og skammir ekki til bóta.
Allt bankamál vefst fyrir mér. Algjör flækja sem venjulegt vinnandi fólk hefur ekki tíma eða orku í að reyna að skilja. það er ábyrgðarleysið sem verið er að núa hinum vinnandi heiðarlega manni um nasir núna. Best að hætta núna áður en maður missir sig í reiðina.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.5.2009 kl. 10:55
Takk fyrir innlitið, Anna Sigríður. Ég held að þetta sé ekki vitleysa að berjast við hálsbindi og trúarathöfn sem hluta af þingsetningunni. Baráttan við úreltar hefðir á þinginu er barátta gegn valdi. Baráttu gegn valdi má aldrei leggja niður í baráttunni fyrir endurreisn þess sem hrundi - eð nýuppbyggingu því að við þurfum nýjar lausnir þótt um sumt snúi málið um vörn velferðarkerfisins sem íhaldið hafði ekki laskað mikið. Það er rétt að hálsbindin eru fremur lítilfjörlegur hluti þessa valds, en þau eru það samt.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.5.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.