Áfram náttúruvernd!

Ný ríkisstjórn tók við völdum í dag byggð á samstarfsyfirlýsingu vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Yfirlýsingin var rædd í morgun á flokksráðsfundi vinstri grænna sem raunar stóð langt fram yfir hádegi því að það var margt að ræða. Yfirlýsingin er um margt tímamótayfirlýsing hvað varðar vörn fyrir velferðarkerfið, á jákvæðan hátt þrátt fyrir hinar erfiðu r til þess, og hún er líka tímamót í utanríkismálum, þótt tilfinningar gagnvar Evrópusambandsþráhyggjunni séu að sjálfsögðu verulega mikið blendnari. Málamiðlunin sem forysta VG hefur tekið þátt í er þó sýnd veiði en ekki gefin fyrir ESB-sinna.

Samstarfsyfirlýsingin er ekki tímamótayfirlýsing í náttúruverndarmálum svo að þar verða verkin að tala eins og þau gerðu hjá Kolbrúnu Halldórsdóttur sem því miður náði ekki kjöri til Alþingis og lét nú af störfum. Því er aftur á móti lofað að setja náttúruverndaráætlun sem nái til 2013. Takist það gætu alveg orðið tímamót í náttúruverndarmálum við að framkvæma hana. Ég býð Svandísi Svavarsdóttur velkomna sem umhverfisráðherra - mér taldist svo til áðan að hún væri 10. umhverfisráðherrann á 20 árum. Vonandi verður þinn ferill, Svandís, í embættinu farsæll - okkur veitir ekki af.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Thad var nu alveg agaett ad Kolbrun nadi ekki kjori a thing. Eg vona ad Svandis verdi adeins vidsynni radherra.

Gretar Einarsson 

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 10.5.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2009 kl. 08:35

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er alltaf pláss fyrir aukna víðsýni, Grétar, en aðdróttun þína að Kollu fyrir meinta ekki-víðsýni kann ég ekki að meta. Þvert á móti kom Kolla miklu í verk, en það er jákvætt fyrir Svandísi sem tekur við betra búi en ella. En betur ef duga skal!

Takk líka fyrir innlitið, Jenný, og alltaf gaman að lesa bloggin þín

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.5.2009 kl. 12:45

4 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Jamm, sitt sýnist hverjum að venjuÞað er og ljóst að við verðum að nýta okkur auðlyndir en að sjálfsögðu er það ekki sama hvernig það er gert.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 12.5.2009 kl. 13:58

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, Grétar, var það sem þú áttir við um víðsýni. Mér finnst sumt af því sem ég hef heyrt um auðlinda"nýtingu" vera fremur mikil þröngsýni ef það er sett á slíkan mælikvarða. En stundum er gott að segja hlutina með réttum orðum. Ég vona að Svandís verði ekki "víðsýnni" á þennan mælikvarða; þá væri til lítils að vinstri græn hefðu fengið að ráða hver situr í embætti umhverfisráðherra.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.5.2009 kl. 07:26

6 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Ég tel að við eigum að yrkja landið en með virðingu og umhyggju fyrir Guðs góðu gjöf, af skynsemi og í sátt hvert við annað og við náttúruna og af nægjusemi okkur og komandi kynslóðum til hagsbóta. En nýta hana eigum við. Þess vegna vonast ég eftir slíkri víðsýni hjá Svandísi, sem mér fannst algjörlega vanta í málflutningi Kolbrúna. Ég legg áherslu á nægjusemina í þessu máli.

En nú er best að snúa sér að öðru

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 13.5.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband