Stórsigur vinstri grænna - stöndum umhverfisvaktina

Fjölgun þingmanna vinstri grænna úr 9 í 14 er ótrúlegur árangur, tæp 22% atkvæða, er ótrúlegur árangur. Það skyggir reyndar á þenna sigur að Kolbrún Halldórsdóttir, hin mikla baráttukona í umhverfismálum, komst ekki inn á þing, en það hindrar ekki að hún geti haldið áfram sem ráðherra. Hún hefur staðið vaktina í umhverfismálum og baráttumálum kynjajafnréttis í félagi við fjóra til fimm aðra þingmenn og þingkonur flokksins meðan þingfólk flokksins var aðeins fimm eða sex manns á árabilinu 1999-2007. Nú í efnahagsþrengingunum reynir verulega á flokkinn sem umhverfisverndarflokk til að standa gegn alls konar virkjunarframkvæmdum í ám og á háhitasvæðum, bæði á suðvestur- og norðausturhornum landsins, t.d. þeirri sókn sem er í að taka Þeistareyki til virkjunarframkvæmda, og náttúruverndarsinnar hafa andæft.
mbl.is 27 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sammála Ingólfur. Kollu áfram sem umhverfisráðherra.

Björgvin R. Leifsson, 27.4.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Björgvin

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.4.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband