Efni
22.4.2009 | 09:05
Spennandi möguleikar að birtast
Eftir síðustu skoðanakannanir sem sýna að Borgarahreyfingin eigi raunhæfa möguleika á að koma fólki á þing og að Framsóknarflokkurinn sæki fremur í sig veðrið heldur en hitt skapast sá raunhæfi, tölfræðilegi möguleiki að að annaðhvort Vinstri græn eða Samfylking geti myndað stjórn með þessum tveimur flokkur, án hins vinstri flokksins. Eflaust freistast einhverjir afar harðir Evrópusambandssinnar innan S að flokknum að reyna þetta eigi flokkurinn kost á þessu. En þar sem fylgi vinstri grænna sveiflast reyndar líka til og frá og hafi farið upp fyrir 31% í könnun Háskólans á Bifröst, þá er þessi tölfræðilegi möguleiki ef til vill líka í stöðunni fyrir vinstri græn. Niðurstaðan er þó þessi: Þetta eru fyrst og fremst tölfræðilegir möguleikar og líklega ekki góðir kostir, þótt ég vilji ekki útiloka að stjórnarsamstarf okkar vinstri grænna við Framsókn og Borgarahreyfinguna gæti verið góður kostur.
Eitt er þó ljóst að því sterkari sem vinstri græn koma til borðsins í stjórnarmyndunarviðræðum, því meiri líkur á góðri niðurstöðu - ekki bara í Evrópumálum. Ég horfi held ég persónulega mest á náttúruverndarmálin því að margir vilja gleyma þeim núna í efnahagsþrengingunum.
S- og V-listar bæta heldur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
- 66 fórust í eldsvoða á skíðahóteli
- Gerðu árás á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum
- Evrópa þarf nú að huga betur að varnarmálum
- Danir munu koma til
- Harma ákvörðun Trumps
- Lætur strax að sér kveða á fyrsta sólarhringnum
- Myndskeið: Kveðja Musk vekur athygli
- Í dag eru hjörtu okkar full af þakklæti
- Tíu fórust í eldsvoða á vinsælu skíðahóteli
Athugasemdir
Held reyndar að fylgi Vg sé oftalið í könnunum og það skýrist af miklum fjölda ríkisstarfsmanna sem nú vilja halda vinnunni eftir kosningar og
flykkja sér því um VG í könnunum.Gáfu áður upp D ( til að fá vinnuna )
en gefa núna upp VG.Vilja vera í ´´sigurliðinu´´áfram. Svo er spurningin hvort að þetta er meirihluti en skv. frétt Stöðvar 2 þá virðist sem nokkur stórfyrirtæki og þrotabú muni áfram eiga sinn þingflokk óháð listabókstaf.
Einar Guðjónsson 22.4.2009 kl. 09:20
Sjálfstæðismenn reyna nú að fylla það tómarúm sem andstaða við aðild að ESB og upptaka evru leiðir af sér. En VG heldur dampi með sína krónu og þjóðgarðahagfræði? Hvernig aukast líkur á "góðri niðurstöðu" í Evrópumálum með því að kjósa VG?
Ég tel að annaðhvort þurfum við að vera inni af heilum hug eða að fara út úr samstarfinu með því að segja sig frá EES samningnum. Margir helstu andstæðingar ESB innan VG voru einnig andstæðingar EES. Má reikna með því að stefna vinstri grænna verði sú að segja okkur frá því samstarfi?
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.4.2009 kl. 09:27
Þakka ykkur athugasemdirnar, Einar og Gunnlaugur. Spyr þig á móti Gunnlaugur, hvað sé þjóðgarðahagfræði? VG fundu ekki upp þjóðgarða þótt flokkurinn sé góður og gegn flokkur með skýra sýn.
Góð niðurstaða í Evrópumálum er sú sem næst um mest samstaða með sem minnstum afslætti hvort heldur það er tvíhliða samningur, áframhaldandi EES, sem ég held sjálfur að sé ein versta leiðin sem hægt er að fara, eða aðild. Ég tel nauðsynlegt að greiða þjóðaratkvæði um hvort eigi að sækja um aðild og það mætti ákveða í júní. En svo litast það sem ég segi um þetta af því að ég hallari undir að sækja um aðild en vel flestir í VG - og veit ekki hvort ég myndi greiða atkvæði gegn því að sótt yrði um aðild.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 11:36
Sæll Ingólfur
Mér finnst stundum að það sé atvinnustefna og hagfræðigrundvöllur VG að breyta landinu meira og minna í þjóðgarða. Því miður eru lausnarorðin oft loðin hugtök menntafólks sem að hefur stærstan hluta starfsævinnar starfað hjá ríkinu (eins og ég sjálfur). Það er ekki slæmt eitt og sér en verður að tóna með áherslum á frumkvæði og sköpun einstaklinga. Viðhalda verkmenningu, efla sprotafyrirtæki og iðnað.
Þeim virðist standa slétt á sama um áhyggjur ferðaþjónustu og iðnaðar, atvinnulífsins í heild að frátöldum útvegsmönnum, af því að halda áfram með sveiflukennda örmynt í því alþjóðlega fjármálaumhverfi sem tekið hefur við í veröldinni. Þróun heimsþorpsins hefur orðið þannig, hvort sem að okkur líkar það betur eða verr, að það er ekkert vit í því að halda áfram úti eigin gjaldmiðli. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.4.2009 kl. 12:13
Sæll aftur Gunnlaugur, ég held að vísu að þú hafir rangt fyrir þér að forystumönnum VG og okkur fleirum sem eru virk í flokknum standi á sama um áhyggjurnar - en ég held hins vegar að þú hafir rétt fyrir þér í því að það verður að bregðast við með öðrum hætti en þeim að halda í krónuna, og hugsanlega þarf flokkurinn að auka áhyggjur sínar af þessu málefni, skal ekki fullyrða það. Samt verður krónan hlutskipti okkar einhver ár til viðbótar, jafnvel þótt yrði sótt um Evrópusambandsaðild fyrir árslok.
Ég fagna því að sú erfðafestujörð sem ég ólst upp á hefur nú misst land til þjóðlendunnar, land sem nú er komið inn í Vatnajökulsþjóðgarð og ég lít á þjóðgarðastefnu sem náttúruverndarstefnu (þótt hún sé reyndar atvinnustefna líka) - en við þurfum kannski að ræða þjóðgarðastefnu í meira tómi - kveðjur til þín, Ingólfur
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.