Ekki frétt að V-listi tvöfaldi fylgi sitt?

Afar athyglisvert hvað þykir frétt - er það hætt að vera frétt að VG tvöfaldi fylgi sitt og ríflega það í kjördæminu? Því kjördæmi sem flokkurinn hefur verið einna veikastur í hingað til. Nei, heldur er bent á að þarna sé kjördæmi þar sem D-listinn er stærstur. Það telst kannski til tíðinda þegar hann er orðinn fjórði í röðinni í norðausturkjördæmi. En stóra fréttin hlýtur þó að vera fylgisaukning VG.

Annars var í dag í útvarpinu spiluð gömul 1. apríl-frétt um að Vestmannaeyjar hefðu sagt sig úr lögum við Ísland. Kannski fylgi Sjálfstæðisflokksins þar sé tengt því að einhverjum datt þetta í hug.


mbl.is D og S listi stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þessu! í þessu kjördæmi er V-listinn að rúmlega tvöfalda fylgi sitt! bæta við sig manni og munar engu að næsti maður detti inn líka.

Áhugaverð fréttamennska.

Fríða 20.4.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, Fríða, og þegar ég fór að skoða tölur frá 2007 sá ég það aukningin er næstum 140% - úr 9,9 % í 23,7%.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.4.2009 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband