Dyngjufjöll, Askja og Suðurárbotnar nú í Vatnajökulsþjóðgarði

Um langt skeið hefur mér þótt hægt ganga við friðlýsingar og það þrátt fyrir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir tæpu ári, því að mikið land sem á með réttu að tilheyra honum var ekki friðlýst þá vegna deilna við suma eigendurna, það er þá sem þóttust eigendur lands sem nú hefur verið úrskurðað þjóðlendur. En þeim mun ánægjulegri er sú frétt, sem því miður fór afar hljótt í síðustu viku, að á fimmtudaginn var þá var garðurinn stækkaður verulega. Stærsta svæðið sem var innlimað voru Dyngjufjöll og Ódáðahraun. Þessu svæði tilheyrir það svæði sem mér þykir einna mest til koma af öllum svæðum í veröldinni, það er Suðurárbotnar og Suðurárhraun. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra beitir greinilega aðgerðastjórnmálum! Og það er gott þegar markmiðin eru góð.

Ég birti hér til gamans hluta úr frétt af fundi sem haldinn var í Bárðardal fyrir rúmum þremur árum um Ódáðahraun:

Árni Hjartarson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, ræddi um jarðfræði og vatnafar á slóðum Skjálfandafljóts og Suðurár. Hann útskýrði vandlega hin ólíku hraun sem liggja upp af Bárðardal og niður eftir honum út í Kinn og e.t.v. út í sjó. Hann talaði m.a. um lindirnar í Suðurárbotnum og í og við Svartárvatn og Svartá og sagði að þær væru “fágæti á heimsmælikvarða”. Sigurður Á. Þráinsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, kynnti áform stjórnvalda um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og ræddi um möguleg áhrif í Bárðardal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband