Efni
17.4.2009 | 22:05
Kaup á vændi verða glæpur
Á sama máta og fréttin um álverið er vond þá er þessi frétt gleðileg þar sem hér er ráðist að eftirspurninni og því ofbeldi sem felst í því "kaupa" kynlífs"þjónustu" eins og frjálshyggjupostular hafa stundum nefnt verslun með kynlíf (les verslun með ofbeldi og niðurlægingu kvenna) - og enn afhjúpar Sjálfstæðisflokkurinn sitt rétta eðli í málinu með því að sitja hjá eða greiða atkvæði gegn frumvarpinu. - Það er kannski rétt að bæta við þetta að kaup á vændi voru alltaf glæpur þótt löggjafinn meðhöndlaði þau ekki sem refsiverðan glæp.
Kaup á vændi bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 18.4.2009 kl. 07:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Gæti ekki hafa sagt það betur sjálfur! Góður dagur í sögu okkar Íslendinga. Nú getum við alið upp dætur okkar og sagt þeim að einu sinni var löglegt að kaupa konur og niðurlægja þær. Sem betur fer er sú tíð liðin. Til hamingju Íslendingar.
Lundi 17.4.2009 kl. 22:29
Nú er það eitt eftir að gera SÖLU Á VÆNDI ólöglega á ný.
Vísa hér með til rökræðu minnar og Kolbrúnar Halldórsdóttur um það mál: Bréfaskipti við Kolbrúnu Halldórsdóttur alþingismann o.fl. um vændismál.
Manneskja, sem sjálfviljug selur afnot af líkama sínum, hlýtur að vera samsek þeim sem kaupir. Hún er bæði vitorðsmaður og samverkamaður í þessu – enda er það ekki peningur kaupandans, sem er það syndsamlega, heldur "afnotin" af líkama konunnar, þvert gegn siðgæði, þvert gegn kröfum og siðareglum kristinnar trúar, þvert gegn kynheilbrigði fólks og hagsmunum maka kaupandans (sem stundum er vísvitandi lokkaður til verksins og stundum neytt færis vegna ölvunar hans), því að makinn getur smitazt af hættulegum kynsjúkdómi vegna athafna þessa "seljanda" og "kaupandans", og börnin líða einnig fyrir þetta, m.a. vegna skilnaða, sem og þjóðfélagið allt.
Þess vegna á að banna sölu vændis og það strax!
Þingmenn höfðu tíma til að snara þessu frumvarpi Kolbrúnar af í hvelli, rétt eins og rassskellingarfrumvarpi hennar, og þá hlýtur það að hafa tíma til þess líka að banna alla vændissölu, svo að við losnum við þá óværu, sem nú hefur setzt að íslenzku þjóðfélagi, eins bert hefur orðið á síðustu mánuðum.
En að treysta þingmönnum til alhliða góðra verka – er í alvöru einhver von í því efni á þessum síðustu og verstu?
Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 23:08
Ég held að þú ættir nú að kynna þér málið eilítið betur áður en þú stekkur á ályktanir.
Það er ein mjög góð grein sem ég las um þetta mál um daginn. Mæli eindregið með að þú kíkir á hana.
Vefslóðin er: http://www.tyr.is/2009/03/23/v%C3%A6ndi-og-nektardanssta%C3%B0ir/
Ég er svo fullkomlega sammála þeim sem skrifar þessa grein.
Þeir sem henda síðan þeim rökum framan í okkur að við viljum bara sjálfir kaupa okkur hórur og fara á strippstaði kunna einfaldlega ekki að beita rökum í sínum málflutningi. Málið snýst einfaldlega ekki um það.
Þannig að ég segi hér með að allir þeir sem nota slíkar aðferðir við að gagnrýna hluti eru þegar búnir að skjóta sig í fótinn. Við erum nú einu sinni menntuð þjóð, beitum því rökum.
En til viðbótar við þessa grein má bæta að þessi lög eru einungis siðareglur. Og siðareglur eru eitthvað sem alþingismenn eiga ekki að setja okkur. Segjum að alþingismenn vilji að karlmenn gangi í svörtum buxum á miðvikudögum. Það væru náttúrulega fáránleg lög en þannig eru siðareglur. Þegar að tveir einstaklingar ætla sér að sofa saman þá dettur engum í hug að banna þeim það. Báðir eru sáttir við að sofa hjá hvorum öðrum þá getur enginn alþingismaður bannað þeim það því það er ekki verið á brjóta á neinum. Sama á við um vændi. Kynlíf er heimilt. Peningagreiðslur milli manna eru heimilar. Af hverju ætti þá ekki að leyfa einhverjum aðila að stunda kynlíf gegn greiðslu ef enginn er að þvinga neinn?
Af hverju bönnum við ekki bara nuddara líka? Þeir nota líkama sína til þess að láta öðru fólki líða vel. Það sjá það allir hversu heimskulegt þetta er. Burt með siðareglurnar!
Kv. Sigurður.
Sigurður 17.4.2009 kl. 23:44
Ef sala á vændi verður ekki bönnuð líka, mun þaða sama ske og í Svíþjóð. Faraldur af fjárkúgun vændiskvenna á karla.
Og hvað með hjákonur? Er þeð orðið ólöglegt líka að hafa hjákonu? Copy og paste lög frá Svíþjóð koma á færibandi...
Annars eru þessi lög tóm tjara og lögregla Svíþjóðar nennir ekki einu sinni að eltast við svona mál. Hafa þingmenn ekkert annað betra fyrir stafni enn að setja svona lög.
Tek undir með Sigurði. Það á ekki að setja fullorðnu fólki siðareglur og einhverntíma þarf að losa sig við þetta kristna rugl úr stjórnmálum. 'island er að verða land heimskunar.
Að vera á móti vændi er annað enn að banna það Við eru farnir að líkjasst múslimum. Er ekki hægt að setja í lög að þegar kallar nást við vændiskaup, verði þeir grýttir til bana af feminístum?
Óskar Arnórsson, 18.4.2009 kl. 04:59
þakka ykkur innlit og rökræður, Lundi, Jón Valur, Sigurður og Óskar. Það er nokkuð mikið af stórum orðum og fullyrðingum í sumu af þessum málflutningi: töku ummæli þín, Óskar, um "þetta kristna rugl ...". Ekki setti ég fram neitt sérstaklega kristið um þetta mál heldur femínískt, af talsvert öðrum toga.
Sigurður: Ég þekki þetta mál nokkuð vel. Kaup á kynlífi eru ekki eins og hver önnur verslunarvara - og það er rangt hjá þér að ég telji að allir andstæðingar frumvarpsins muni vilja sjálf kaupa kynlíf. Það hvarflar t.d. ekki að mér að fv. dómsmálaráðherra myndi nokkru sinni kaupa kynlíf.
Það getur aftur á móti vel verið að það sé rétt hjá þér að kalla lögin siðareglur. Mjög mörg lög eru það - en ef þau eru brotin alvarlega liggja við því viðurlög. Svo er um þessi lög.
Jón Valur: Kjarni þess hvers vegna margir femínistar vilja ekki að sala kynlífs sé refsiverð er sú að margar konur sem lenda í þeirri aðstöðu að selja aðgang að líkama sínum eru í rauninni fórnarlömb. Með þessum lögum er náð til þeirra sem ætla að nýta sér slíka neyð.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.4.2009 kl. 06:37
Það er nú hlegið að þessum lögum í Svíþjóð, og ekki á þau minnst nema þegar þeir finna hvöt hjá sér að skrifa um að "bæði íslendingar og norðmenn " ætli að gera eins og þeir. (svíar) Við skulum nú bara ekki hafa orð á því í hversu mörgum málum hefur verið dæmt í eftir að lögin urðu virk? Nei íslendingar höfðu eitthvað annað við tímann að gera á alþingi en að róa þessu rugli þar inn á borð. Svo ætlist þið til að maður trúi ykkur fyrir fjármálum og öðru slíku sem í raun liggur efst á baugi.....Nei, haldið ykkur bara við vændiskonurnar. Ykkur er ekki treystandi með fimmeyring á milli húsa.
J.þ.A 18.4.2009 kl. 06:54
Nei Inggólfur! Ég setti þessa kristu úreltu siðfræði með í kommentið. Það þarf að fara að slíta sundur þ´jóðkirkjunna og Ríki í sundur og hætta að styðja þjóðkirkjunna með meira enn 5 milljörjum á ári.
Þeir geta séð um sig sjálfir og þeir sem hafa áhuga á trúmálum frekar enn heilbrigðri skynsemi.
Svíðþjóð er síður enn svo neitt að apa eftir. Ég er búin að búa þar sían 1988.
Það er búið að afnema lýðræði á Íslandi og enginginn virðist skilja það. Þessi endalausa forsjárhygjja sem jóhanna og VG er eru að koma með endar með Borgarstyrjöld í Reykjavík.
Og það verða ekki pottar og pönnur notuð sem vopn.
Kosningar munu leiða í ljós hversu háa greindarv´sitölu þessi þjóð hefur yfirleitt.
Óskar Arnórsson, 18.4.2009 kl. 07:04
Þið takið stórt upp í ykkur, J.þ.A. og Óskar - en þakka ykkur engu að síður innlitið svona í morgunsárið.
Kveðjur úr afar fallegu veðri á Vesturbakkanum (á Glerá á Akureyri)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.4.2009 kl. 07:23
Nei Ingólfur! Þetta eru bara eitt af þem smámálum sem þarf að breyta á Íslandi í einum grænum hvelli. Það er rétt hjá J.Þ.A að ALLIR Svíar gera grín að þessum lögum sem hugsa með einhverju viti.
Svo er Ísland orðið trúðaland um öll Norðurlönd fyrir löngu, þó 'islendingar búsettir á Íslandi haldi að þeir séu einhver gáfnaljós. Fólk í öðrum Norðurlöndum er bara of kurteist til að segja það beint út.
Mín skoðun er að við verðum bara að sætta okkur við að vera heimskasta og vangefnasta þjóð á Norðurlöndum. Og það er ekkert djók.
Meiri skrípaeyjan.
Óskar Arnórsson, 18.4.2009 kl. 07:54
Af hverju tekur þú svo stórt upp í þig, Óskar, um smámál?
Mér finnst málið ekki smámál heldur eitt af þeim málum, mjög mörgum, sem stuðla að betri endurreisn Íslands þar sem hvers konar misnotkun á konum (og fólki yfirleitt) þarf að vera refsiverð.
Annars vil ég almennt séð ekki miklar refsingar og helst ekki mikið um fangelsi. Hér ætti þó ágætlega við að sekta menn - karlmenn sem kaupa kynlíf og misnota með því konur - í hlutfalli við tekjur þeirra. Rétt eins og þá sem aka of hratt á stórum bílum sem geta valdið meira tjóni en litlir bílar sem er ekið of hratt!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.4.2009 kl. 08:26
Þessi síðustu lokaorð þín kl. 8:26 eru skynsamleg, Ingólfur.
En þó á ekki að hafa refsinguna of væga. Það er ennfremur ekki að taka fyrir rót vandans, ef vændissala er áfram leyfð. Hún getur þá alveg haldið áfram og sífellt fleiri að falla í net hennar – já, jafnvel í net ósvífinna kvenna (og karla) sem viljandi hafa kosið sér þessa atvinnu, en finna jafnframt á henni þann nýja flöt, að þau nota hana í sumum tilvikum til að fjárkúga valda "kúnna" (t.d. í krafti ljósmynda eða upptaka) og koma sér þannig upp tveimur tekjupóstum.
"Leyfileg" starfsemi af þessu tagi er líka hentugur hjúpur fyrir dulda kúgun melludólga á konum sem þeir beita hótunum, t.d. um líflát ættingja þeirra í öðru landi, og láttu nú ekki eins og þú komir af fjöllum, því að hér er oft um harðsvíraða mafíósa að ræða, menn sem sumir hverjir hafa ekki endilega framið morð, en tilheyra hópi sem hefur nógu slæmt orð á sér í eigin landi, að það nægir til að hótunin virki.
Ábyrgð femínista á ógæfulegri "lausn" þessara mála getur því orðið margfalt þyngri og hræðilegri en þær hefðu nokkurn tímann ímyndað sér. Það svalar þeim kannski að geta unnið "enn einn sigurinn á körlum," en þetta er skammsýni, kvenna vegna og þjóðfélagsins líka, þ.e. þessi "hálfa leið" sem þær vilja fara í stað þess að banna líka sölu vændis.
Þú, hygginn maður í uppeldisstétt, ættir að sjá í gegnum þetta og taka princípafstöðu í málinu fremur en léttvæga, femíníska hentugleikaafstöðu.
Su afstaða þín er ekki fyrst og fremst siðleg gagnvart misnotkun líkamans sem slíkri, heldur "af talsvert öðrum toga,", þ.e. "femínísk" (þín eigin orð kl. 6:37).
En það er rangt hjá þér, að engir vændissalar séu í þessu ótilneyddir – það er þín ranga forsenda. Dæmi um slíkt geturðu séð í dómsmáli hér á landi fyrir nokkrum árum, þar sem kona hafði háar tekjur af þessu, og í innleggi "Sleepless" á þessari vefslóð Jennýjar Önnu í dag kl. 9:32.
Ég skrifaði grein um nýju vændislögin hér og vísa þar m.a. til rökræðu minnar í birtum bréfaskiptum við Kolbrúnu Halldórsdóttur. Þar geturðu séð fleiri rök gegn þessari röngu fullyrðingu þinni, að það fólk, sem fari út í vændi, sé jafnan "fórnarlömb" annarra.
Annars þakka ég rökræðu þína.
Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 10:41
Þetta er smámál miðað við það sem er að ske hjá fjölskyldum á Íslandi í þúsundatali. Hvernig heldur þú þegar þingmenn gera nákvæmlega ekkert til að styðja við barnafjölskyldur? Spurðu bara hvaða félagsfræðing sem er!
Unglingar leiðast út í afbrot. Stelpur í vændi og strárar í glæpamennsku. Það þarf enga heimsspekinga til að sjá þá þróun fyrir. Þess vegna ættu þeir að snúa sér að málum sem þola enga bið, enn vera að eyða Alþingistíma í tómt bull og mál sem munu aldrei leysast hvort eð er. Enn alþingismmenir okkar eru einmitt að stækka þetta vandamál með aðgerðaleysi.
Óskar Arnórsson, 18.4.2009 kl. 12:55
Ingólfur, ég er viss um að þú (eins og Hrannar Baldursson fyrr í dag) sýnir umræðunni og lesendum þínum þá virðingu að taka út þetta skapofsa-innleggsbull frá Óskari kl. 12:47. Maðurinn virðist eiga mjög erfitt með að halda persónulegum skætings-árásum frá þátttöku sinni í umræðum nú sem fyrri daginn.
Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 14:37
Ég óska þess af þeim sem hér taka til máls að gæta hófs í málflutningi og sleppa skætingi og ásökunum í garð annarra sem rökræða. Þú talar hér í dylgjum, Óskar, sem ég held dæmi sig sjálfar.
Jón Valur: Mín afstaða er ekki léttvæg, femínísk hentugleikaafstaða heldur býsna prinsippföst, a.m.k. held ég að félaga okkar Óskari þyki það. En ég held ekki að sala kvenna á líkama sínum sé beinlínis leyfileg starfsemi þótt hún sé ekki refsiverð - til þess þyrfti nú að vera lagarammi um starfsemina. Þú bendir m.a. á hvers vegna það getur verið skynsamlegt að gera hana ekki refsiverða, það er vegna kúgunar á konum sem eru neyddar af alþjóðlegum mansalshringjum (eða harðsvíraða mafíósa eins og þú orðar það).
Svo hef ég reyndar ekki haldið því fram að hver einasta kona sem hefur tekið greiðslu fyrir kynlíf sé fórnarlamb. Mannlífið er nú flóknara en svo.
Annars erum við líklega ekki svo ósammála um kjarna málsins: að ofbeldi gagnvart konum má ekki líðast og kaup og sala kynlífs er þáttur í því. Um sumar af forsendunum og prinsíppunum að baki gætum við sjálfsagt deilt eitthvað lengur, en ekki mikið lengur að sinni.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.4.2009 kl. 16:24
Aðeins inngrip þótt seint sé og gjarnan leiðréttigu frá þeim sem muna betur.
Einhvern tíma fyrir löngu síðan las ég grein um elsta vísir að banka sem vitað er um.
Það var vændishús fyrir utan Rómaborg löngu fyrir fæðingu okkar manns. Þeim vegnaðist það vel og urðu það fjáðar að þær fóru að lána út peninga og þá með álagningu.
Afskaplega fynnst mér ósennilegt að þær hafi verið þvingaðar út í þessi viðskipti enda allt aðrir tímar. Mannskepnan verður alltaf vitlausari og vitlausari.
V. Jóhannsson 18.4.2009 kl. 18:27
Ingólfur, þessi Óskar lýgur upp á mig í þessu innleggi sínu og hefur verið með þvílík hatursskrif um mig á netinu, að hann hefur orðið að taka niður eigin vefsíður þess vegna. En þer er kannski vorkunn, hafir þú ekki vitað þetta.
Nú fellir þú burt þetta innlegg hans kl. 12.47, enda veiztu það væntanlega, að þú ert sjálfur ábyrgur fyrir því skv. reglum Moggabloggsins.
Þú reynir að nota orð mín gegn mínu eigin viðhorfi og segir: "Þú bendir m.a. á hvers vegna það getur verið skynsamlegt að gera hana ekki refsiverða, það er vegna kúgunar á konum sem eru neyddar af alþjóðlegum mansalshringjum (eða harðsvíraða mafíósa eins og þú orðar það)."
SVAR mitt er: Refsiverð á sala á vændi að vera, rétt eins og annað sem telst vera glæpur, nema hvað dómarar og löggjafinn sjálfur undanskilja yfirleitt þau tilfelli þegar einhver er neyddur til sliks. Ef einhver vindur sér inn í bíl þinn, sezt þar fyrir aftan þig, beinir skammbyssu að hnakkanum á þér og skipar þér að aka á 120 km meðalhraða til Húsavíkur, þá verður það ekki ÞÚ, sem dæmdur verður fyrir aksturshraðann hættulega, heldur HANN. Og þetta athæfi hans er engin ástæða til að afnema refsingu við 120 km hraða í akstri. Á sama hátt er nauðungarvændi 10 kvenna engin ástæða til að hafa ekki refsingu við viljandi og frjálst völdu vændi 20 eða 50 kvenna.
Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 18:42
Ég held að hlutföllin um nauðungarvændi af margvíslegum toga sé allt annað en þetta en þyrfti nú að fletta upp rannsóknum um vændi til að geta staðhæft um það með meiri nákvæmni.
Ég veit aftur á móti ekkert um hvað Óskar er að tala og get alveg tekið komment frá honum í burtu - þetta er ekki til sóma það sem hann segir - en ég endurtek að það dæmir sig gjörsamlega sjálft sem marklaust, hvort sem ég tek það burt eða ekki.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.4.2009 kl. 18:56
Takk líka fyrir innlitið, V. Jóhannsson
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.4.2009 kl. 19:13
Þakka þér fyrir þetta, Ingólfur.
En hér segir þú: "Ég held að hlutföllin um nauðungarvændi af margvíslegum toga sé allt annað en þetta en þyrfti nú að fletta upp rannsóknum um vændi til að geta staðhæft um það með meiri nákvæmni."
SVAR: Grundvallarreglan um refsingu fyrir vændissölu er ekki háð því, hvert sé "nákvæmt" hlutfall milli nauðungarvændis og frjálsviljugs vændis. Einungis á að vera klárt, að fyrir það síðarnefnda sé refsað, en það fyrrnefnda ekki.
Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.