Efni
12.3.2009 | 08:04
Af hverju er Grafarholti skipt en ekki Vesturbænum?
Hvað veldur vali hverfis til að skipta í sundur? Myndi það rugla fólk í Vesturbænum, eða öðrum hverfum vestan Elliðaáa, meira að vera skipt? Af hverju er skipt í norður-suður, en ekki austur-vestur og mörkin færð austar eftir því sem fjölgar í úthverfunum? Er það vegna þess að þingmennirnir búa í vesturhlutanum og óttist að íbúar úthverfanna muni gera tilkall til þingsæta verði þau að sérstöku kjördæmi? Ég bjó um fjögurra ára skeið austan Elliðaáa og hefði ekki líkað að vera færður milli kjördæma á þennan máta. Og af hverju er ekki óhætt að hafa Reykjavík sem eitt kjördæmi?
Grafarholt skiptist áfram milli kjördæma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Hin fáránlega skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi var keyrð í gegn af þingmönnum landsbyggðarinnar á sínum tíma.
Hún er á skjön við röksemdirnar fyrir kjördæmaskiptingu yfirleitt, sem felast í mismun á hagsmunum eftir svæðum.
Það er enginn munur á hagsmunum kjósenda sunnan við Hringbrautina og kjósenda norðan brautarinnar.
Eina línan sem getur skipt Reykjavík eftir hagsmunum liggur um Elliðaár og Fossvogsdal.
Ómar Ragnarsson, 12.3.2009 kl. 17:16
Vesturbænum er skipt, byggðin norðan Hringbrautar er í Reykjavík norður og byggðin sunnan Hringbrautar er í Reykjavík suður.
Og Seltjarnarnesið er í Suðvesturkjördæmi.
Það væri nú vit í því að hafa Akureyri í þremur kjördæmum, þar sem vægi atkvæða væri mismikið.
Þorsteinn Briem, 12.3.2009 kl. 20:09
Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar, Ómar og Steini. Það er hárrétt hjá þér, Steini, að Vesturbænum er skipt, en á fremur eðlilegan máta eftir Hringbrautinni. Og ég held að ef sú skipting yrði nú færð upp á Sólvallagötu eða Holtsgötu þætti það fremur undarlegt. Myndirðu skipta Akureyri í Þorpið, Oddeyri, Innbæinn og Brekkuna, eða áttu við norðan og sunnan ár og svo Hrísey sem þriðja hverfið. Ég mun samþykkja sameiningu Grímseyjar og Akureyrar sem mér skilst að standi til.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.3.2009 kl. 21:47
Kjördæmaskipting við Sólvallagötu væri jafn undarleg og kjördæmaskipting við Hringbraut.
Einnig jafn undarleg og kjördæmaskipting á milli bæjarhluta á Akureyri, til dæmis Brekkunnar og Innbæjarins, Oddeyrarinnar og Glerárhverfis.
Sveitarfélög geta sameinast ef þau vilja, til dæmis Akureyri og Grímsey, rétt eins og Akureyri og Hrísey hafa sameinast.
Mjög fáir búa í Hrísey og Grímsey og því er hagkvæmt fyrir þessi byggðarlög að sameinast Akureyri en meirihluti Hríseyinga vildi ekki búa í Dalvíkurbyggð.
Og hagkvæmt væri fyrir sveitarfélögin frá Mosfellsbæ að Álftanesi að sameinast en íbúar þessara sveitarfélaga hafa ekki viljað sameina þau.
Hagsmunir þeirra allra eru hins vegar þeir sömu í alþingiskosningum og þau gætu þess vegna verið í sama kjördæminu. Hagsmunir íbúa í Suðvesturkjördæmi eru þeir sömu og íbúa Reykjavíkur, bæði norður og suður, og ekki þurfa að vera jafn margir þingmenn í öllum kjördæmum landsins.
Ég bý á mótum þessara þriggja kjördæma og ég tek ekkert sérstaklega eftir því þegar ég fer frá Seltjarnarnesi yfir í Reykjavík eða frá Kópavogi yfir í Reykjavík.
En öll þessi byggðarlög eru mun stærri en Hrísey og Grímsey og því hagkvæmari rekstrareiningar, enda verða mörg lítil sveitarfélög sameinuð öðrum á næstunni.
Þorsteinn Briem, 12.3.2009 kl. 22:43
Sæll Ingólfur
Sammála. Þetta er rökleysa, skiptingin og ég man t.d aldrei hvort ég er í Suður eða Norður, því samkvæmt áttunum bý ég í Austurbænum.
Verð annars að segja þér í framhjáhlaupi að ég keypti bókina þína um karlmennsku og jafnréttisuppeldi, ég er orðin svo leið á því að strákurinn minn taki aldrei til hendinni hér heima. Ég vona að þú lumir á einhverjum góðum ráðum hvað það varðar.
Anna Karlsdóttir, 13.3.2009 kl. 09:59
Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig fleiri sameiginleg hagsmunamál en ósameiginleg.
Veturinn 1954-55 ákvað hreppsstjórn Kópavogshrepps að sækja um til Reykjavíkurbæjar að Kópavogur sameinaðist Reykjavík. Þessu var alfarið hafnað af bæjarstjórn Reykjavíkur, enda væru flestir hættulegir kommúnistar í Kópavogi. Sjálfstæðismenn knúðu Kópavogsbúa til að stofna nýtt sveitarfélag með tilheyrandi kostnaði. Byggja þurfti upp samfélagslega þjónustu alveg frá grunni.
Sennilega hefðu fleiri sveitarfélög, Garðahreppur, Álftaneshreppur og að öllum líkindum Hafnarfjörður sameinast Reykjavík hefði Kópavogur verið sameinaður Reykjavík á þessum tímamótum.
Nú eru á höfuðborgarsvæðinu 3 kjördæmi. Ekki eru margir hagsmunir sem ekki eru sameiginlegir öllum.
Þessi kjördæmaskipting er beinlínis til að gefa fólki langt nef enda höfum við ekkert að segja. Þannig átti Sundabrautin að vera tilbúin 2006 þegar fyrstu hugmyndir komu fram um þær samgöngubætur. Enn er ekki byrjað á neinum framkvæmdum en sitthvað er tilbúið, t.d. hefur verið framkvæmt umhverfismat að mestu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.3.2009 kl. 10:13
Steini, Anna og Mosi - takk fyrir innlit og umræður.
Anna: Vona að þú hafir gaman af bókinni
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.3.2009 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.