Efni
4.3.2009 | 16:56
Heyr Steinunn - góð hugmynd
Tek undir með Steinunni og vona að flokkssystkini mín í vinstri grænum séu tilbúin að ganga að slíku boði.
Samfylkingin gangi bundin til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 161050
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Verra fyrir VG en nauðsynlegt fyrir X-S. Því ætti VG að lengja völd ráðherra X-S? VG er með svo sterka stöðu að það væri ekki viturlegt fyrir VG að hengja sig á X-S. X-S mun reyna allt til að beygja VG inn í ESB. VG & X-D myndi tryggja okkur áframhaldandi frelsi frá ESB!
Palli 4.3.2009 kl. 18:07
En VG verður að passa það að það kemur ekki til greina að slaka á gagnvart þessu ESB trúboði hjá Samfylkinguni.
SF svífs einskis í þessum fyrirlitlega ESB áróðri sínum og VG má aldrei skrifa undir landráðaruglið á þeim bænum.
Ég segi að þá á VG frekar að geta tekið höndum saman við endurbættan og endur siðvæddan Sjálfstæðisflokk sem vonandi verður samt minni en VG að loknum næstu kosningum.
Gunnlaugur Ingvarsson 5.3.2009 kl. 09:11
Takk fyrir athugasemdirnar, Palli og Gunnlaugur. Ég styð tillögu VG um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja eigi um aðild og aftur um mögulegan aðildarsamning. Ég styð stefnu VG um að við eigum ekki að ganga í ESB er samt einn af fáum sem er virkur í flokknum sem er ekki harður gegn aðild, það er ef meiri hluti þjóðarinnar er samþykkur. Verði farið í aðildarviðræður að meiri hluta vilja þjóðar er engum flokki betur treystandi til að leiða þær viðræður en VG. Vitaskuld getur það kostað klemmu fyrir flokkinn og forystu hans að lenda í slíkri stöðu - en fólk á ekki að vera í pólítík ef það óttast að lenda í klemmu. Og það er verri klemma að vera í skotgröfum og geta ekki einu rætt um ESB.
Grundvallarsjónarmið í pólítík er nefnilega velferð, jöfnuður, kvenfrelsi, náttúra, umhverfi en ekki hvort við erum í ESB eða USA eða annars staðar. Eins og staðan er held ég ólíklegra sé að sum þessi markmið náist innan ESB. En hvað um t.d. umhverfismálin.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.3.2009 kl. 10:25
Góði samherji.
Í mínum huga er spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu grundvallarmál í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það lengi. Ég hef fylgst með umræðunni um ESB um áratugi og átt þess kost að kynna mér innviði Evrópusambandsins sem fulltrúi í Evrópustefnunefnd Alþingis um 1990 þegar EES-samningurinn var á dagskrá og í Norðurlandaráði um svipað leyti þegar tekist var á um spurninguna um aðild að ESB í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Niðurstaða mín hefur alltaf verið sú að athuguðu máli að það væri andstætt ísenskum hagsmunum í bráð og lengd að ganga í Evrópusambandið. Rök fyrir þessari afstöðu hef ég leitast við að færa fram eins og m.a. má lesa um í mörgum greinum á heimasíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur Í því efni hef ég fyrr og síðar jafnframt haft auga á stöðu umhverfismála, ritað síðast um það í grein 27. janúar sl. (sjá eldra efni á heimasíðu minni).
Ég geri ráð fyrir að VG haldi áfram fast við andstöðu sína við að Ísland sæki um aðild að ESB. Að baki slíku skrefi, ef stigið yrði, verður að vera þingmeirihluti á Alþingi, sem ég sé ekki að verði undirtektir við í bráð. Stjórnmálaflokkur sem er andsnúinn aðild getur ekki tekið þátt í að leggja inn fyrir Íslands hönd aðildarumsókn sem hann væri andvígur. Á slíka sendinefnd yrði heldur ekki mikið hlustað í Brussel, ráðamenn þar hafa annað að gera en taka þátt í einhverjum þykjustuleik.
Forystumenn krata hérlendis, Samfylkingin meðtalin, hafa í hálfa öld viljað koma Íslandi inn í Evrópusambandið, sem fyrrum kallaðist Evrópubandalag. Þeir hafa haft stuðning nokkurra hagfræðinga auk Samtaka iðnrekenda, en meirihluti Íslendinga hefur verið á öðru máli. Vonandi verður þar ekki breyting á næstu hálfa öldina.
Hjörleifur Guttormsson, 6.3.2009 kl. 22:07
Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 09:35
Takk fyrir góðar umræður, Hjörleifur, og takk fyrir innlitið, Jenný Anna.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.3.2009 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.