Kreppan undir 200 metrum?

Þetta er nokkuð veglegt tap og nú bíð ég spenntur eftir yfirlýsingum frá forstjórum Kaupþings um að þeir hafi verið beittir óréttlæti, því að í hvert skipti sem koma fram upplýsingar um hina ótrúlegu ævintýramennsku sem virðist hafa viðgengist koma slíkar yfirlýsingar.

Það var því nokkuð hressandi þegar ég hitti Guðrúnu í Svartárkoti um daginn og minntist eitthvað á kreppuna við hana - en hún bar sig vel og taldi enga kreppu þarna uppi á brún hálendisins, því að kreppan næði bara 200 metra yfir sjávarmál! Svartárkot verður líka væntanlega eitt af hliðunum inn í Vatnajökulsþjóðgarð og þótt hann hafi enn ekki leitt af sér mikla uppbyggingu á jaðarsvæðunum mun hann leiða gott af sér - en hann mun þó væntanlega ekki fá þúsund milljarða til eins né neins, heldur var gert ráð fyrir að stofnun hans kostaði rúman milljarð.


mbl.is Afskrifa tæpa þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Kreppan mun aldrei buga Þingeyinga.

Offari, 7.2.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Offari góður

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.2.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband