Efni
3.2.2009 | 16:41
Tilfinningarök hvalveiðisinna
Íslenskir hvalveiðisinnar eru mikið tilfinningafólk og taka engum öðrum rökum en tilfinningum sínum um að rétt sé að veiða hval. Mikil er líka trú þess um að hvalveiðar skapi atvinnu - sérstaklega ef það er nú borið saman við hvalaskoðun.
Ég get ekki sannað svo óyggjandi sé að hvalveiðar skemmi fyrir ferðamennsku. Sumt ferðafólk vill bæði sjá hval og borða eitthvað sem annars staðar fæst ekki - ferðafólk getur verið tækifærissinnar í þessum skilningi, þ.e. að grípa tækifæri til upplifunar. En samt: Miklu færri sjá nú hvali í ferðum frá Húsavík skv. upplýsingum sem ég sá nýlega hafðar eftir Herði Sigurbjörnssyni hjá Norðursiglingu. Þannig skemma hvalveiðar með beinum hætti fyrir möguleikum hvalaskoðunar. Hvað þarf til að slíkar upplýsingar séu sönnun?
Ég hef líka orðið var við hrokagikkshátt gagnvart þeim sem vilja horfa á hvali og margir Íslendingar fara ekki að horfa á hval - nema til að skemmta erlendum gestum sínum. Ég er ekkert að undanskilja sjálfan mig þessum merkilegheitum. En ég ber mikla virðingu fyrir því nýsköpunarfólki sem gerði hvalaskoðun að sæmilega vænlegri atvinnugrein sem í sumum tilvikum laðar fólk til landsins sem alls ekki hefði komið.
Dofri Hermannsson bloggar um þetta eins og margt annað skynsamlegt. Hann segir meðal annars: Að það verði að veiða hval af því hann borðar svo mikið af fiski. Í fyrsta lagi borða ekki allar tegundir hvals fisk og í öðru lagi þyrfti að veiða tugi þúsunda hvala til að heildarmagn af fiski í hvalsmaga minnki svo nokkru nemi." Höfum þetta í huga þegar metin eru tilfinningarök hvalveiðisinna.
Meirihluti fylgjandi hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Hvers vegna má ekki hvalurinn éta fisk? Hann á jú heima þarna.
Finnur Bárðarson, 3.2.2009 kl. 16:59
Ég átta mig ekki á því hvort þú sért hvalfriðunarsinni, Ingólfur, eða ekki skv. innslaginu, en ég get sagt þér að ég er sammála þér varðandi það að tilfinningarök eigi ekki að spila inn í slíkar ákvarðanir.
Ég er fylgjandi hvalveiðum af þeirri ástæðu að ég tel rétt að allir eigi að mega nýta afurðir móður náttúru til manneldis ef það er gert á sjálfbæran og mannúðlegan hátt, hvort sem það eru kýr, hestar, hvalir, hundar, kettir eða hrossaflugur. Þetta hefur því ekkert með tilfinningasemi að gera, a.m.k. ekki hjá mér.
Það sem ég get þó ekki fullyrt á þessum tíma er hvort ég sé fylgjandi hvalveiðum að svo stöddu. Til þess skortir mig upplýsingar.
Ég veit t.d. ekki hvort veiðarnar séu sjálfbærar. Þessi dæmalaust tilfinningavella gegn hvalveiðum meðal hvalfriðunarþjóða og erjur innan Alþjóða hvalveiðiráðsins kemur alveg í veg fyrir að óháð vísindaleg úttekt verði gerð á ástandi hvalastofna og ákvarðanir teknar á þeim grundvelli.
Ég veit heldur ekki hvaða áhrif hvalveiðar hafa á efnahag landsins, bæði tekjur af sölu hvalkjöts en einnig tap vegna mögulegra minni tekna af ferðaþjónustu og sölu annarra afturða til ríkja sem andvíg eru hvalveiðum.
Ég veit heldur ekki hvort og þá hve miklu tjóni hvalurinn veldur á fiskistofnum okkar og hvort hægt sé að takmarka það tjón með hvalveiðum.
Þess vegna hef ég ekki nægar forsendur til að mynda mér skoðun á þessu máli. Mér er hins vegar til efs að rannsóknir á þessum þáttum hafi farið fram í sjávarútvegsráðuneytinu áður en ákvörðun um hvalveiðar var tekin. Ég er því fylgjandi ákvörðun Steingríms að frysta ákvörðunina tímabundið þar til öll gögn hafa komið fram í málinu. Ég hvet hann svo til að taka tillit til allra þátta í þessu máli þegar hann tekur ákvörðun í málinu en láta ekki stjórnast af eigin skoðunum eins og Einar K. Guðfinnsson, heldur staðreyndum.
En eitt veit ég þó, að hvalkjöt er gott á bragðið sé það vel unnið og vonandi fáum við að njóta þess á alþjóðlega viðurkenndan hátt áður en langt um líður.
Pax pacis, 3.2.2009 kl. 17:37
Hrefnur éta bæði fisk og annað sjávarfang. Skiptingin er talin vera nokkuð jöfn á milli þessara flokka (þ.e. fisks og annarss sjávarfangs t.d. rækju og annarra hryggleysingja)
Lími hérna smá sem ég skrifaði sem comment á öðru bloggi :
Hrefnustofninn telur um 100 þúsund dýr í norðurhöfum, og um 600-650 þúsund í suðurhöfum.
Talið er að karlkyns Hrefna éti um það bil 200Kg af fæðu, og kvenkyns hrefna um 280 Kg af fæði á dag. já, þetta er á dag.
100 þúsund hrefnur éta þá hvað, 24.000.000 Kg af fæðu á dag. (ég tók bara avg á milli kk og kvk og setti 240kg á hvert dýr).
Hrefnur éta aðallega á 5 mánaða tímabili og liggja svo nokkurnveginn á meltunni restina af tímanum, svo hrefnustofninn hérna í norðurhafi er að éta um 3.600.000.000 Kg af fæðu á þessu tímabili., þetta eru 3.6 Milljón tonn.
Hrefnur éta bæði Fisk og önnur sjávardýr einsog rækju, og talið er að það sé nokkuð jöfn skipting þar á milli, svo þetta er 1.800.000.000 Kg af Fiski sem þær éta.
Til samanburðar, þá er heildarkvóti allra fiskitegunda (ýsu, loðnu, þorsks, síld, karfa etc ) íslendinga um 1.4 Milljón tonn.
Svo Hrefnan er með stærri "sjávarútveg" en við.
talið er að hver kvenkyns hrefna fæði kálf á ca 2-5 ára fresti. ef við gefum okkur að helmingurinn af stofninum er kvenkyns, þá erum við að tala um 50 þúsund dýr, segjum að einungis 5% þeirra fæði kálf á ári, það er 2500 nýjir kálfar árlega.
það að við séum að veiða nokkur hundruð stykki skaðar stofninn ekki teljanlega.
Ef það er hægt að selja kjötið þá er nákvæmlega engin ástæða til að veiða þetta ekki
Jóhannes H. Laxdal, 3.2.2009 kl. 18:08
Takk fyrir innlitið, Finnur og Pax. Ég held að þú rammir málið býsna vel inn, Pax. Mér finnst líka gott að þú sérð ekki hvort ég er hvalfriðunarsinni; ég er reyndar ekki alveg viss um það sjálfur hvort ég er það. Líklega eru þær hvalveiðar, sem hafa verið leyfðar vistfræðilega sjálfbærar, en þær eru líklega ekki sjálfbærar ef tillit er tekið til þess tjóns sem þær gætu valdið öðrum atvinnugreinum og þar með stuðla hvalveiðarnar líklega ekki að sjálfbæru samfélagi. Afstaða mín að vera afar gagnrýninn á ákvörðun Einars K. byggist því á líkindum, sterkum líkindum, um skaða. Kannski er þetta tilfinningaleg afstaða, og ég er reyndar ekki á móti því að fólk hafi tilfinningar til veiðanna, en tek undir með þér að meira þurfi til til að taka skynsamlegustu ákvörðunina.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.2.2009 kl. 18:13
Sömuleiðis takk fyrir innlitið og upplýsingarnar, Jóhannes
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.2.2009 kl. 18:18
Sæll. Það var einmitt ákvörðun Alþingis með atkvæðagreiðslu þar um fyrir nokkrum árum síðan að sjávarútvegsráðherra ákvað að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný fyrir þremur árum og svo aftur nú. Vilji Alþingis er að leyfa skuli hvalveiðar í atvinnuskyni. Það hefur ekki verið afturkallað. Sjálfstæðisflokkur, framsókn og hluti Samfylkingar mun greiða því atkvæði ef út í það færi.
Sjávarútvegsráðherra er með þessu að fara að yfirlýstum vilja ALþingis, enda Alþingi sem ræður þessu.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 11:29
"Íslenskir hvalveiðisinnar eru mikið tilfinningafólk og taka engum öðrum rökum en tilfinningum sínum um að rétt sé að veiða hval"
Ertu ekki að snúa þessu við félagi? -Væri ekki nær að orða þetta þannig:
'Íslenzkir hvalafriðunarsinnar eru mikið tilfinningafólk og taka engum öðrum rökum en tilfinningum sínum um að rétt sé að alfriða hval' -Reyndar á þetta ekki síður við um útlenzka hvalafriðunarmenn.
Mér, sem "hvalveiðisinna", finnst eðlilegt að við nýtum okkur þær auðlindir sem við eigum aðgang að á þann hátt að ekki sé hoggið nærri möguleika nátttúruauðlindanna til að viðhalda sjálfum sér. Í sjónum á þetta jafnt við um hvali og þorsk. -Hvalkjöt er víða talið góður matur, hvalveiðar skapa atvinnu við að skaffa aflann og þetta gefur okkur útflutningstekjur. -Hvað er svona óskaplega tilfinningalegt við þessi rök?
Og þótt ég sé hlynntur auðlindanýtingu með hvaæveiðum þá er ég ekki síður hvalafriðunarsinni ef veiðar eða annað álag á einstaka stofna svo lítið sem snefilógna tilvist þeirra.
Kveðja,
-þ
Þorsteinn Egilson, 4.2.2009 kl. 12:04
En Þorsteinn, við viljum varla kaupa það hvaða verði sem er að fá að veiða hvali í andstöðu við þjóðir í kring um okkur. Þurfum við ekki að fá þær til að hlusta á skynsemisrök og fá e.t.v. úr málinu skorið fyrir alþjóðlega viðurkenndum dómstólum, því ef við gerum þetta einhliða þá verður þetta eilíft ströggl.
Það var einmitt þannig sem Bush jr. málaði sig út í horn í alþjóða samfélaginu, þ.e. að ganga fram í andstöðu við alþjóða samfélagið.
Í stað þess að liggja í skotgrafahernaði gegn hvalfriðunarþjóðum ættum við að reyna að slíðra sverðin í samvinnu við þessi ríki og beita þess í stað rökum byggða í vísindalegri samvinnu allra aðila og almannatengslum.
Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort það sé til einhvers að veiða hvali til útflutnings. Kannski færi best á að nýta þetta bara innanlands enda erfiðara að gagnrýna slíkar veiðar en veiðar til útflutnings.
Pax pacis, 4.2.2009 kl. 13:24
Sæl verið þið, predikari, Þorsteinn og Pax, og takk fyrir góðar umræður. Þær sýna að hægt er að tala um tilfinningamál eins og hvalveiðar af kurteisi - einurð er ekki bönnuð.
Ég kannski dró upp ýkta mynd af tilfinningarökum hvalveiðisinna, alls ekki vegna þess að ég telji slík rök röng. Get fallist á það sjónarmið þitt að ekki séu öll rök fyrir hvalveiðum tilfinningarök - en ég held samt að allt samhengið sem málið er í sé tilfinningalegs eðlis, t.d. er skammt í þjóðernisleg rök um að "Íslendingar eigi að ráða sjálfir", sama þótt Alþingi þyrði ekki að undanskilja Ísland hvalveiðibanninu (það var örugglega fyrir 1. febr. 1983, nema það hafi verið sami dagur 1982). Ég held aftur að sterkustu rökin gegn hvalveiðum séu þau sem Pax nefnir: að liggja ekki í tapaðri baráttu. Það getur verið býsna erfitt að játa sig sigraðan, sérstaklega ef manni finnst andstæðingur algerlega veruleikafirrtur eins og ég heyri mörgum Íslendingum hvalfriðunarsinnar vera.
Mér finnst það reyndar tillfinningarök að hvalur sé góður - en kannski má nota það til að fá leyfi fyrir örfáum dýrum sem yrðu etin innanlands. Ég hef fyrir mitt leyti ekki á móti því - nema ef það skaðar stórlega hvalaskoðun sem atvinnu. Og í því samhengi hefur verið bent á að það mætti friða nokkur svæði til hvalaskoðunar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.