Að veiða vísindi

Fræg er sagan af því þegar útvarpsráð fann að gagnrýni Erlings Sigurðarsonar í þættinum Daglegu máli í Ríkisútvarpinu á orðið vísindaveiðar. Hann mun hafa bent á að flest orð um veiðiskap væru mynduð annaðhvort af tegundinni sem ætti að veiða (þorskveiðar, laxveiðar) eða veiðarfærinu sem ætti að nota (netjaveiðar, stangveiði). Orðið vísindaveiðar væri að þessu leyti sérstakt og væri spurning hvort nota ætti vísindin til að veiða með þeim eða hvort veiða ætti vísindin. Mig minnir líka að Erlingur gerði gagnrýnina að umtalsefni í næsta þætti en hvort hann fékk nýja gagnrýni eða var látinn hætta man ég nú ekki.

Hvalveiðar í vísindaskyni sýnast mér í rauninni yfirleitt vera yfirvarp og hætta á að það séu vísindin sem festist í því neti eða verði skotin með þeim skutli. Ég legg til að orðið hvalveiðar verði eftirleiðis skrifað eftir norðlenskum framburði: kvalveiðar. Svo má líka finna upp orðið kvalvísindi í þessu skyni. En hvernig Erlingur myndi bregðast við því af sinni málfræðilegu skarpskyggni veit ég aftur á móti ekki.


mbl.is Japanar neita að hætta vísindaveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband