Kosningar sem allra fyrst

Miklar umræður eru um hvenær kosningar verða og hvort flokkarnir setji allir hagsmuni sína á oddinn um kosningadag, en ekki hagsmuni þjóðarinnar. Ég held að þegar meirihlutastjórn fellur með þvílíkum dampi og nú gerðist eigi að kjósa sem fyrst og það sé meginregla. En á að gefa nýrri stjórn Samfylkingarinnar og VG færi á að spreyta sig? Kannski - en um leið er það óeðlilegt "forskot" sem þá er fengið. Nefnt hefur verið að kosningar valdi óróa og að stjórnmálafólk muni ekki leggja sig fram í glímunni við efnahagsvandann. Ef eitthvað hið minnsta er hæft í því að ný stjórn verði upptekin af kosningunum ætti að kjósa sem fyrst til að stytta þann tíma. Niðurstaða mín er hins vegar sú að flokkarnir hljóti að koma sér saman um kosningadag. Það er mín skoðun að það ætti að vera sem fyrst og er ég þar sammála flokkssystkinum mínum í VG.
mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband