Skaði á náttúru Íslands viðskiptaleyndarmál?

Leyndin yfir orkuverði til álvera er óþolandi af sjónarhóli lýðræðislegrar umræðu. Ekki að náttúru Íslands mætti fórna þótt verðið væri hærra heldur er þarna líka spurningin um hvort við sættum okkur við svo mikla einhæfni sem bygging álvera er - að því gefnu að orkan komi úr ásættanlegum orkukostum - eða hvort við krefjumst þess að vinnanlegir orkukostir séu ekki allir nýttir áður en rammaáætlun um orkukosti verður lokið. Við sættum okkur væntanlega frekar við einhæfnina ef verðið er hátt, en fáum lítið að vita. Leyndin yfir orkuverðinu sýnist mér líka hluti af óþolandi valdbeitingu sem orkufyrirtæki í almannaeigu komast upp með gagnvart almenningi og lýðræðislegri umræðu.
mbl.is Sala á orku hefjist 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Á næsta ári má búast við vaxandi þunga mótmæla gegn því ástandi, sem íhaldið og meðreiðarflokkar þess hafa búið til síðan 1991. Eitt af því sem verður að mótmæla er leynd yfir orkuverði til álfyrirtækja.

Björgvin R. Leifsson, 30.12.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll og takk fyrir innlitið - óska þér gleðilegs árs og okkur öllum róttækra breytinga

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 31.12.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðilegt ár kæri frændi og takk fyrir bloggvináttu og aðra gamla og langa vináttu gegnum árin. Kannski kemur að kaffibollanum á þessu ári. Bestu kveðjur.

Eyþór Árnason, 1.1.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Eyþór og gleðilegt nýtt ár - þakka þér vel skrifað blogg um atburðina á gamlársdag. Það er gott að sjá pistilinn þinn skrifaðan af virðingu við "andstæðinga" þína. Stefnum að kaffibollanum á þessu ári

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.1.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband