Gleðifrétt um Teigsskóg

Ég óska náttúruverndarsamtökunum og landeigendum til hamingju með dóm Héraðsdóms sem fellir úr gildi úrskurð fv. umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmarz, þar sem hún sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar. Þetta virðist reyndar nokkuð flókið: Fellir úr gildir úrskurð sem sneri við öðrum!

Ekkert úr þó sérlega flókið við málefnið: Sú framkvæmd að leggja veg í gegnum fallegan og merkan birkiskóg og þvera firði taldist óafturkræf með umtalsverðum umhverfisáhrifum í úrskurði Skipulagsstofnunar - ef ég átta mig á málinu. Héraðsdómur telur að Jónína hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi í þessu máli áður en hún kvað upp úrskurð og núverandi umhverfisráðherra taldi sig ekki geta breytt úrskurðinum eftir að hún tók við embættinu fyrir næstum einu og hálfu ári. Og eftir því sem ég kemst næst væri um að ræða skammtímavegabætur og e.t.v. nokkrum krónum ódýrari en mun varanlegri lausn með jarðgöngum.

Vegagerðin íhugar nú úrskurðinn - en ég held að boltinn liggi ekki síður hjá samgönguráðherranum, Kristjáni L. Möller, að taka algerlega af skarið um að önnur vegarstæði verði skoðuð betur og vegagerð undirbúin - vegarstæði sem mér skilst að hvorki hafi fengið falleinkunn Skipulagsstofnunar né sé líklegt að hljóti slíkar falleinkunnir. Auðvitað tekur Kristján ekki slíka ákvörðun án samráðs við Vegagerðina og aðra fagaðila - en ákvörðunin um að hætta slagnum um Teigsskóg er samt pólitísk sem mér sýnist hann eiga að taka. Lagning vegar og gerð jarðganga er svo fagleg vinna sem fer fram í kjölfarið. (Sjá fyrra blogg mitt og annað fyrra blogg og grein um málið og greinargerð eftir Gunnlaug Pétursson.)


mbl.is Úrskurður um Vestfjarðaveg ógiltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband