Ísland er ekki líkt tunglinu!

"Ísland er ekki líkt tunglinu" - Hugleiðingar um þjálfun tunglfara á Íslandi er heitið á fyrirlestri mínum nk. fimmtudag, 25. september kl. 17 í Akureyrarakademíunni í gamla Húsmæðraskólahúsinu að Þórunnarstræti 99. Erindið er í fyrirlestraröð Akureyrarakademíunnar. Allir eru velkomnir. Í fyrirlestrinum verður sagt stuttlega frá tveimur ferðalögum bandarískra geimfara og geimfaraefna, sumra þeirra síðar tunglfara, um hálendi Íslands í júlí 1965 og 1967, einkum ferðalögum upp í Dyngjufjöll og Öskju en einnig í Jökulheima. Sagt verður frá aðferðum við þjálfun væntanlegra tunglfara, áhuga íslenskra dagblaða á þessum atburðum og upplifun þeirra Íslendinga sem með þeim fóru. Auk samtíma frásagna íslenskra dagblaða og viðtala við nokkra af þeim Íslendingum sem voru með í ferðalögunum er byggt á erlendum heimildum og viðtali við einn af tólf tunglförum og er aðalheiti fyrirlestursins úr því viðtali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Ingólfur

Það hefði nú verið gaman að koma og heyra fyrirlesturinn þinn en ég kemst því miður ekki. Gangi þér vel  á fimmtudaginn.

Anna

Anna Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Klukk

Anna Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

takk fyrir kveðjuna, Anna

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.9.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband