Orka af landsnetinu?

Saving Iceland er komið af stað í aðgerðum til varnar íslenskri náttúru og gegn umsvifum fjölþjóðlegra fyrirtækja með vafasaman feril. Fréttatilkynningu frá þeim má lesa hér.

Eitt af því sem hefur vakið sérstaka athygli mína undanfarið er að talsmenn sveitarfélaga og álvera tala um að orka komi af landsnetinu. Á þetta minntist Árni Sigfússon bæjarstjóri í vetur í ummælum sem ég hef ekki ekki aðgang í augnablikinu. Og í Morgunblaðinu í dag er haft orðrétt eftir Kristjáni Þ. Halldórssyni, "verkefnisstjóra samfélagsmála hjá Alcoa á Norðurlandi" "að það sé áhugi á því að nýta hugsanlega meiri orku ef háhitasvæðin hér reynast nógu öflug, eða þá orku af landsnetinu" (leturbreyting mín).

Hvaðan á sú orka að koma - kæri Kristján? Verður hún til í rafmagnslínunum? Kemur rafmagnið úr rofunum og vatnið úr krönunum?

Auðvitað er rafmagn sem kemur af landsnetinu er virkjað annars staðar - og í stórum stíl fyrir 346 þúsund tonna álver. Baráttan gegn álverunum er því landsbarátta en ekki landshlutabundin barátta. Nema það takist að fá umhverfisráðherra til að úrskurða að í mati á umhverfisáhrifum álvers þurfi að gera grein fyrir öllum orkukostum og það þurfi mat á umhverfisáhrifum allra virkjana sem eiga að skaffa því tiltekna álveri orku. Það er engan veginn víst að mér líki niðurstaðan og það er heldur ekki víst að mér líki allar niðurstöður úr rammaáætlun og kannski kemur sú áætlun þegar búið verður að virkja flest sem máli skiptir að varðveita.


mbl.is Lögregla ræðir við mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Allir sem spilað hafa tölvuleikinn Sim City skilja að það þarf að vera orkuver tengt við línurnar. Annars gera þær ekki neitt. Spurning með að splæsa á leikinn fyrir þá sem ekki skilja hvernig rafmagn verður til.

Villi Asgeirsson, 5.8.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband