Efni
18.7.2008 | 23:03
Stærra álver - fleiri virkjanir
Ég get ekki annað en tekið undir áhyggjur Náttúruverndarsamtaka Íslands. Þau benda á að ef áform Alcoa um álver á Bakka, sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári, verða að veruleika þurfi að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár austari- og vestari í Skagafirði.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Veistu það Ingólfur að ég er alveg viss um að það stendur ekkert annað til hjá Alcoa en að byggja eins stórt og afkastamikið álver og mögulega er hægt að komast upp með. Og ég er viss um að við förum að heyra um möguleikann á virkjun Skjálfandafljóts og Jökulsánna innan ekki langs tíma - því miður. En ef þetta heldur svona áfram held ég að ég endi sem alvöru aktívisti svona á gamals aldri. Það bara verður að stoppa þetta rugl.
Anna Ólafsdóttir (anno) 19.7.2008 kl. 01:11
Þetta er dálítið erfitt viðfangs. Virkjana/álverssinnar eru búnir að koma sér upp þeirri bardagaaðferð að afgreiða okkur.
Nú er ég orðinn iðjuleysingi, listamaður, lattékaffisötrari í 101. andófsmaður allra framfara og auk þess kommúnisti og fífl!
Að ógleymdum þeim metnaðarfulla draumi mínum að hreiðra um mig í moldarkofa og hvíla mig eftir að hafa tínt upp í mig blessuð fjallagrösin.
Árni Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 10:17
Alcoa keppist við að afneita því að farið verði í Skagafjörðinn. Latté í Reykjavík er mjög góður drykkur en mjög leitt að frétta að Kaffitár lokaði í Listasafni Íslands núna í upphafi mánaðarins. Vitaskuld var alltaf vitað að Alcoa vildi stærra álver en háhitasvæðin í Þingeyjarsýslum gefa af sér, og skiptir þá litlu hvort Gjástykki verður með eða ekki. Og hvað um sjálfa Jökulsá á Fjöllum?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.7.2008 kl. 11:48
Hvað búa margir á Húsavík ?? 346 þús.tonna álver þarf um 400 vinnandi menn og síðan annað eins af þjónustuliði utan við álverið.
Auðvitað dugar jarðvarmaorkan skammt- það eru allar þessar jökulár norðan heiða inni á planinu fyrr eða síðar...
Sævar Helgason, 19.7.2008 kl. 21:10
Sæll Sævar. Það er auðvitað markmið í sjálfu sér með álverinu að fjölga fólki á Húsavík og nágrenni og eins er það þannig að með Vaðlaheiðargöngum munu margir starfsmenn álvers búa við Eyjafjörð, rétt eins og mér skilst að forstjórinn í Fjarðaáli búi á Egilsstöðum. Með öðrum aðgerðum gæti orðið sjálfbærari fólksfjölgun - eða dregið úr fækkun fólks, en Akureyri er að ég held nánast eini staðurinn norðanlands þar sem fólki fjölgar lítils háttar. Kannski nágrannaþorpin.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.7.2008 kl. 10:45
Sæll Ingólfur
Ég kaus hið fagra Ísland í síðustu kosningum - það er erfitt að sjá árangur af þeirri gjörð eins og álæðið stendur nú. Stjórn efnahagsmála á undanförnum árum má líkja við lélegan ökumann. Hann ýmist setur bensínið í botn og ræður ekki við hraðan - eða stígur á bremsurnar þannig að farþegarnir hrökkva til í sætum sínum. Þá finnst mönnum of hægt farið og hvetja ökumanninn til að auka hraðann (nýtt álver og fleiri virkjanir) - og leikurinn er endurtekinn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 20.7.2008 kl. 13:02
Sæll kæri Hjálmtýr, gaman að heyra í þér og þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.7.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.