Kemur því miður ekki á óvart

Enda þótt margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi á síðustu áratugum kemur því miður ekki á óvart þótt stjórnvöld fái ákúrur um frammistöðu gagnvart þessum samningi. Jafnframt er gleðilegt að stjórnvöld fái skýra leiðbeiningu um hvernig bregðast skal við og með aukinni áherslu á nám í kynjafræðum og útgáfu rannsókna á því sviði er til þekking í landinu til að bregðast við ábendingunum. Jafnréttislöggjöfin var endurskoðuð sl. vetur og er nú hafin vinna til að fylgja henni eftir sem vonandi skilar árangri. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, sem jafnframt er jafnréttisráðherra, fagnar örugglega ábendingum Sþ.
mbl.is Nefnd SÞ lýsir vonbrigðum með Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er eitthvað svo viss um að þeir sem taka eiga til sín slái sér á lær og verði standandi hissa.  Ísland best í heimi sko.

Takk fyrir færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, einmitt, Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna. En við erum líka með jarðhita- og sjávarútvegsskóla og höfum margt að kenna á þeim, og kannski hægt að læra af okkur hvernig hægt var að nota sjávarútvegsstefnu til að draga úr krafti sjávarbyggða hér og þar í kringum landið, með einkaeign á fiskveiðaréttinum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.7.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband