Boranir í Gjástykki

Í fréttum í dag var rætt um Gjástykki og ummæli umhverfisráðherra um svæðið og líka hefur heyrst óánægja forsvarsmanna orkufyrirtækja og sveitarstjórans í Norðurþingi um ummælin. Í frétt frá Náttúruverndarsamtökum Íslands kemur eftirfarandi fram: „Iðnaðarráðherra ... tók netta rispu út af Kerinu í Grímsnesi og nú er honum mjög umhugað um Gjástykki og vill að þar fari fram mat á umhverfisáhrifum. Slíkt mat gæti orðið til þess að rannsóknarleyfi Landsvirkjunar yrði afturkallað, þ.e.a.s. ef Össur vill að rannsóknarboranir Landsvirkjunar sæti umhverfismati líkt og skýr heimild er fyrir í lögum um mat á umhverfisáhrifum (http://www.althingi.is/lagas/135a/2000106.html Sjá 2. viðauka). Ef iðnaðarráðherra á við boranir fari í mat eftir að rannsóknarborunum lýkur yrði of seint í rassinn gripið enda valda rannsóknarboranir umtalsverðu raski ... Spurningin er þá af hverju afturkallaði Össur Skarphéðinsson ekki það rannsóknarleyfi í Gjástykki sem forveri hans veitti Landsvirkjun 48 tímum fyrir kosningar 2007. Lögformlega var leyfisveiting Jóns Sigurðssonar hæpin enda var ekki fengin umsögn umhverfisráðherra og Össur hefði því verið í fullum rétti til að afturkalla leyfisveitinguna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband