Hverjir fá prósentuhækkanir?

Hjúkrunarfræðingar fallast ekki á að fá krónutöluhækkun sem kjararýrnun, eins og formaður Bandalags háskólamanna viðurkenndi að nýgerðir samningar hefðu verið. Aðalsamninganefndarmaður ríkisins heyrðist mér bara staffírugur í því að ekki stæði til boða annað en sú tiltekna krónutala sem BSRB hefði samið um, mér skilst sú sama og Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins sömdu um. En svo gerðist það sl. föstudag að Samtök atvinnulífsins sömdu við flugumferðarstjóra um circa 8-11% hækkun. Hér er ósamræmi á ferðinni og því er spurt hverjir fái prósentuhækkanir og hverjir megi ekki fá þær.
mbl.is Strax grafalvarlegt ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur metnaðarfullar aðgerðir til að leiðrétta launakjör opinberra starfsmanna, kennara og umönnunarstétta. Væri það ekki frekar ráð að hækka hressilega við þessar stéttir til að auka á kaupgetu þeirra (og kaupgleði) því það myndi slá á kreppuna, ekki satt? En án gríns, er þetta það sem þessi ríkisstjórn ætlar að gera til að færa hlutina til betri vegar? Og framhaldsskólakennarar eru að greiða atkvæði um svona samning í skugga meingallaðrar lagasetningar (margt gott en mjög óljóst margt og mikið gagnrýnt af fagaðilum sem veittu umsögn) sem mun gengisfella stúdentsprófið og rýra innihald námsins, auk þess sem vegið verður að svigrúmi nemenda til að njóta sín og leita að sjálfum sér á mikilvægum mótunarárum. Hjá þessari stjórn er þetta víst kallað að hafa samráð.

Friðrik Dagur Arnarson 1.7.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Góður punktur að hækka laun kennara til að auka kaupgetu þeirra, einmitt í kreppunni

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.7.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband