Matvælaöryggi

Var að hlusta á Spegilinn í Ríkisútvarpinu (www.ruv.is, rás 1) þar sem rætt var um hvaða áhrif hækkun flutningskostnaðar hefur á viðskipti. Íslendingar þurfa að flytja inn talsvert af matvælum en við framleiðum líka talsvert. Við þessar aðstæður er maður ánægður með að ekki hafi verið gengið af íslenskum landbúnaði dauðum. En það þarf meira til: Það þarf að hlúa að honum vegna hækkana á erlendum aðföngum, það þarf að niðurgreiða orkuverð, t.d. til gróðurhúsa svo að við verðum síður háð innflutningi á erlendu grænmeti. Það er miklu stærra öryggismál að hér sé nóg að borða en að við fáum hingað franska dáta öðru hverju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Sveinn. Ekki samt viss um að það sé rétt að tala um það sem heimsku, þá stefnu að stuðla að aðgerðum sem myndu drepa ísl. landbúnað. Þetta er stórhættuleg pólitísk stefna!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.6.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband