Efni
21.5.2008 | 06:48
Orkuskortur??
Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af orkuskorti í kjölfar álits Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun. Við Moggann í dag segir hann: Það er ljóst að erlend stórfyrirtæki hafa áhuga á að setja upp framleiðslu hér á landi, mengunarlausa en orkufreka stóriðju, sem hugsanlega myndi skapa bæði verðmæti og störf. Við þá stöðu sem núna er komin upp gæti slegið í bakseglin.
Hvernig getur orðið orkuskortur ef hugsað er um allar þær virkjanir sem unnið er að? Jú, einmitt út af því að það hafa verið gerðir samningar við álver sem í raun og veru eru ekki sérlega atvinnuskapandi miðað við þá orku sem álverið þarf. Það er í raun lítil orka í landinu og aldrei pláss fyrir álverin sem unnið er að, hvorki af náttúruverndar- né loftslagsástæðum.
Skortur á orku getur orðið vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ef til vill gæti orðið orkuskortur ... en rétt er það..stóra málið er að menn hafa ekki sýnt fyrirhyggju í þessum málum og offjárfest orkuna í einhæfri framleiðslu..
Jón Ingi Cæsarsson, 21.5.2008 kl. 08:30
Sæll. Ingólfur.
Fróðleikur um losun Co2 og áhrif þess á umhverfið.
Um 80% af þeirri orku sem er nú notuð í heiminum kemur frá jarðeldsneyti úr jörðu.
Notkun jarðefnaeldsneytis er helsta uppspretta gróðurhúsaáhrifanna á jörðinni. Stern-skýrslan og IPCC-skýrslan leggja því áherslu á nýtingu annarra orkulinda en jarðeldsneytis sem þátt í að draga úr gróðurhúsaáhrifunum á Hnattræna vísu.
Losun koltvísýrings frá raforkuframleiðslu úr jarðeldsneyti til álvinnslu er rúmlega 110 milljón tonn af CO2 á árið 2007.
Farþegaflug ferðamannaiðnaður og vöruflug, þ.e. flug frá og til Íslands og innanlands nemur um 4.2 milljónum tonna af CO2, sem er svipuð og losun, 16 álvera á CO2 eins og þau eru hér á landi. Hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi eða 790 þúsund tonn með raforku úr vatnsorku í stað raforku úr jarðeldsneyti sparar andrúmsloftinu 13,2 tonn af koltvísýringi. ( 790 þúsund x 13,2 CO2 ) = 13.2 milljóna af CO2 sparnaður á hnattræna vísu.
Verði framleiðsla á Íslandi komin í 1,0 milljón tonn á ári .Til þess þyrfti nálægt 16 TWh/a (terawattstundir á ári), reikað í orkuveri, t.d. 12 úr vatnsorku og 4 úr jarðhita. Orkulindir okkar ráða vel við það. Sú álvinnsla sparaði andrúmsloftinu 10.48 milljón tonn á ári hnattrænt borið saman við að álið fyrir utan þess sem kæmi til baka í sparnaði væri framleitt með rafmagni úr jarðeldsneyti sem losar 14,2 tonn CO2 á framleidd tonn af áli.
Og að 1,0 milljóna tonna álframleiðsla á Íslandi „sparaði andrúmsloftinu 13.2 milljón tonn á CO2 á ári.
Sparar 5-falda núverandi innanlandslosun á Íslandi og um 12% af núverandi losun í heiminum vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu!"
Er eitthvað annað land í veröldinni sem getur sparað 5-falda losun sína hnattrænt á CO2 ?.
Þetta kemur greinilega fram bæði í Stern-skýrslunni og IPCC-skýrslunni og svo öðrum skýrslum og viðurkenndum rannsóknum sem lúta að sparnaði á CO2.
Yfir 50% af verðmætum Áls er talið verða eftir í landinu og skilar því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins. Áliðnaður á Íslandi sem atvinnugrein hefur um 40 ára skeið verið en stærsta lyftistöng í atvinnumálum lands og þjóðar og Hafnfirðinga. Áliðnaðurinn hefur skilað inn í þjóðarbúið gríðarlegum verðmætum ekki bara í gjaldeyri og sköttum heldur einnig í þekkingu, hugbúnaði og vísindum. Orkugeirinn hefur blómstrað í kjölfar álbyltingarinnar á Íslandi. Virkjanir hafa verið reistar, orka jökulfljóta beisluð sem og orka jarðvarma.
Þegar álverið í Straumsvíka tók til starfa árið 1969 var ekki bjart yfir Hafnarfirði og Hafnfirðingum né þjóðarbúinu öllu í atvinnumálum. Síldaraflinn hafði dregist saman úr 770.689 þúsund tonnum árið 1966 niður í 56.689 tonn árið 1969. Ekki var betra ástand með þorskaflann, en hann hafði hrunið úr 311 þúsund tonnum frá árinu 1960 niður í 210 þúsund tonn 1967.
Þegar samningurinn um Alusuisse með einungis eins atkvæðis meirihluta var samþykktur vildu andstæðingar atvinnuuppbyggingar, þ.e. kommúnistar nú VG frekar sjá gaffalbita verksmiðju rísa þó svo að síldarstofninn væri hruninn Það er sorglegt til þess að hugsa að síðan hefur hagfræði þeirra ekki breytts.
Þúsundir landsmanna flúðu land til að leita lífsviðurværis til annara landa s.s. Ástralíu, Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Nú er öldin önnur því áliðnaðurinn á Íslandi er atvinnuvegur sem hefur verið undirstaða og sóknarfæri fyrir aðrar atvinnugreinar. Þær atvinnugreinar t.d. verktakafyrirtæki og vélaverkstæði, hugbúnaðarfyrirtæki hafa sprottið upp í skjóli aukinna tækifæra í góðærinu undanfarin ár. Nú er svo komið að þúsundir erlendra manna og kvenna hefur flutt til Íslands til að afla sér lífsviðurværis. Sá sem hér skrifar spyr, hver var svo undirstaðan ?
Ekki var það Gaffalbita verksmiðja vinstrimanna sem aldrei reis né neitt annað sem þeir lögðu til.
Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þá nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnubyggingunni á Íslandi.
Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.
Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.
UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.
Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.
Rauða Ljónið, 21.5.2008 kl. 09:00
Takk fyrir innlitið, Jón Ingi og Sigurjón
Ég hef nú ekki tíma til að bregðast við öllum atriðum í langhundi þínum, Sigurjón, en gef mér nú samt tíma til að andmæla firru af því tæi að "vinstrimenn" vilji svipta einhverja lífsviðurværi sína, bæði af því að náttúruverndarafstaða er ekki endilega það sama og vinstri afstaða, þótt ég sé til vinstri í pólitík, og hinu ekki síður að þegar barist er gegnum nýjum virkjunum er yfirleitt ekki lagt til að lokað sé þeim virkjunum og verksmiðjum sem til staðar eru. Slíkt kemur þó alveg til greina, eins og í dæmi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit.
En ef það er vinstri stefna og meira á könnu kommúnista og nú VG að berjast fyrir fjölþættu atvinnulífi, get ég lifað við það. Held hins vegar ekki að skoðanabróðir minn um náttúruvernd, Jón Ingi, vilji þó gera náttúruverndarbaráttuna að einkamáli VG, enda er það alls ekki svo sem betur fer, heldur á ég skoðanasystkini um náttúruvernd og fyrir fjölþættu atvinnulífi í flestum flokkum.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.5.2008 kl. 12:33
Ef erlend stórfyrirtæki bíða í röðum eftir að fá að kaupa íslenska orku hvers vegna er hún þá seld svona ódýrt til þeirra?
Gildir lögmálið um framboð og eftirspurn ekki um orkuiðnaðinn? Eða á að treysta á að heimilin í landinu niðurgreiði áfram orkuna til stórfyrirtækjanna?
Theódór Norðkvist, 21.5.2008 kl. 20:58
Frábær punktur, Theódór!
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:52
Takk fyrir Lára og hafðu þökk fyrir þína einörðu baráttu.
Theódór Norðkvist, 22.5.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.