Borkjarnar á hrakhólum?

Í gær sat ég ársfund Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem mér hafði verið falið flytja ávarp fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. Ársfundurinn var mjög fróðleg samkoma þar sem farið var yfir ýmsa þætti í starfsemi stofnunarinnar. Margt af því vissi ég talsvert um, svo sem um fuglamerkingar á vegum stofnunarinnar, en um annað vissi ég miklu minna - eða alls ekki neitt, eins og t.d. um borkjarnasafnið.

Hvað er eiginlega borkjarnasafn? Á vefsíðu NÍ segir: „Á undanförnum áratugum hafa safnast upp borkjarnar hjá Orkustofnun, Landsvirkjun, Vegagerðinni og ýmsum fleiri aðilum sem hafa staðið fyrir jarðborunum í rannsóknaskyni. Á síðustu fimm árum hafa þessir aðilar sent borkjarnana til varanlegrar geymslu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri ásamt tiltækum upplýsingum. Í ráði er að samræma og færa allar upplýsingar um þessa borkjarna í gagnagrunn sem nýst gæti jarðfræðingum hvort heldur er í jarðlagafræði, berg- eða steindafræði. Alls er um að ræða um 20 þúsund lengdarmetra af borkjörnum."

Fram kom í máli forstöðumanns Akureyrarseturs NÍ að safnið er í leiguhúsnæði sem það missir innan tíðar, ef ég skyldi rétt. Einnig kom fram að safnið vantar margvíslegan búnað, eins og t.d. lyftara til að lyfta hinum gríðarlegu þyngslum þar sem kjarnarnir liggja á vörubrettum. Hér virðist þurfa úrbætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband