Hrós til flugfarþega frá Akureyrarflugvelli

Við Akureyrarflugvöll eru nokkur stæði ætluð þeim sem sækja eða skila af sér farþegum, merkt sem 30 mín. stæði. Nokkur stæði til viðbótar eru tólf tíma stæði. Skemmst er frá því að segja að ég minnist ekki annars en að hafa fundið stæði á öðrum hvorum þessum reit ef ég hef sótt farþega. Sem sé: Við sem oft ferðumst notum stæðin sem fjær eru flugstöðinni ef við dveljum lengur á áfangastað.

Annað mál er að yfirvöld Reykjavíkurflugvallar mættu taka sér hið akureyrska fyrirkomulag til fyrirmyndar og merkja þau stæði sem eru næst flugstöðinni á áþekkan hátt; við þá flugstöð er oft hálfgert öngþveiti, bara að koma bíl nálægt flugstöðinni með farangur. Og ekki hægt að leggja þar meðan beðið er eftir farþega eða beðið með farþega í þær 20 mínútur sem bið frá innritun að innkalli í vél tekur oftast nær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Þetta er rétt hjá þér. Svona virkar þetta líka vel á Egilsstöðum en flugstöðin í Reykjavík og bílastæðin í kring er e-h sem virkar alls ekki. Vonandi verður þetta betra í nýju samgöngumiðstöðinni.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 18.4.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Guðmundur, gaman að heyra í þér :-)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.4.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæl Þórdís - ertu enn úti í London? Veistu að ég held að það þurfi ekkert annað en að merkja sem skammtímastæði stæðin sem eru næst flugstöðinni. Þá leysist þessi vandi, þ.e. ef bílstjórar í Rvík haga sér með sama hætti og fyrir norðan og austan.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.4.2008 kl. 08:28

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Innilega sammála þér.  Það er gjörsamlega óþolandi að finna stæði við Rvíkurflugv.  Einu skiptin sem ég er stresslaus að fara þangað er þegar ég er með bílaleigubíl !!!  Nóg af stæðum fyrir þá.........

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 19.4.2008 kl. 11:32

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Þórhildur.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2008 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband