Að senda "á"!

Mér er daglega hótað! Mörgum sinnum á dag! Að vísu ekki viljandi og alls ekki meint þannig; mér er nefnilega "lofað" því að tölvupóstur verði sendur "á" mig þegar ég myndi fremur telja að það ætti að senda póstinn "til mín" eða "senda mér" póstinn. "Að senda á" minnir mig á að draugur hafi verið vakinn upp - og þótt til sé tölvupóstur sem er eins og þess háttar sending, þá er langt frá því að allur tölvupóstur sé svoleiðis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Aldrei myndi ég senda draug á þig frændi sæll. Kveðja norður.

Eyþór Árnason, 17.4.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Auðvitað ekki. Ættum við ekki einhvern tíma með vorinu að fá okkur kaffibolla eða eitthvað annað saman? Ég verð öðru hverju í Rvík í vor og sumar og hef upp á þér.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.4.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Eyþór Árnason

Endilega. Ég verð að vísu erfiður viðfangs næstu vikurnar en við finnum tíma.

Eyþór Árnason, 20.4.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband