Mótmæli vörubílstjóra og aðstaða þeirra til að hvíla sig á langferðum

Vörubílstjórar hafa svolítið rótað við okkur með mótmælum sínum. Ég hef ekki haft aðstöðu til að setja mig inn í kröfur þeirra til hlítar en þykist þó hafa heyrt að þeir vilji breytingar á hvíldartímareglum þannig að þeir megi vinna/aka lengur en 4,5 klst. án hvíldar. Ég get ekki tekið undir þá kröfu en aftur á móti tek ég heils hugar undir að aðstaða við þjóðvegina til hvíldar verði bætt og á áningarstöðum verði sett snyrtiaðstaða sem mér hefur heyrst vera ein af kröfum bílstjóranna. Það myndi gagnast mun fleirum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bílstjórnarinir setja sannarlega svip á bæinn. Margt getur maður tekið undir hjá þeim, annað kannski ekki eins, ekki síst ef maður setur vandræði þeirra í samhengi við mikinn akstur stórra og þungra bíla á  þjóðvegum sem ekki bera slíka umferð. Og meðan fyrirtækin eru ekki látin borga fyrir það slit á vegum sem þetta veldur mun þessi þungaumferð halda áfram, með tilheyrandi eyðilegging, mengun og slysahættu og ekkert hugað að endurvakningu strandsiglinga. En hin hliðin á peningnum er að þetta háa eldsneytisverð kemur enn verr við dreifbýlið en aðra og mun valda auknum kostnaði þeirra sem þar búa. Þetta er því líka barátta fyrir byggðum landsins. Ein hlið enn á málinu og sú þykir mér best, er þessi borgaralega óhlýðni sem bílstjórarnir sýna. Af henni er allt of lítið hér á landi því ráðandi öfl vilja að allir gangi í takt og grípa því gjarnan inn í svona"ósvinnu" af hörku (þó hún hafi ekki enn komið til að þessu sinni). Blessaður forsætisráðherrann okkar sagði í fréttum að aldrei hefði náðst árangur með ólöglegum aðgerðum. Ætli hann hafi aldrei heyrt talað um frönsku byltinguna eða uppreisn nýlendnanna í Ameríku? Það er svo sem ekkert víst. Og Miðkvíslarsprengingin varð vendipunktur í Laxárdeilunni og átti hvað stærstan þátt í að Laxá var varin. Gleymum því ekki í virkjunaræði nútímans.

Friðrik Dagur Arnarson 9.4.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Magnús Björnsson

Hehe, hvað er langt síðan síðan þessir menn minntust á eldsneytisverð? Man bara eftir því á fyrsta degi......

Ég vill ekki hafa þessa menn dauðþreytta á vegum landsins. Ég sjálfur get ekki keyrt milli Akureyrar og Reykjavíkur nema með lágmark einu stoppi, helst fleirum. Ég stend upp úr stólnum í vinnunni reglulega.

Magnús Björnsson, 10.4.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Friðrik Dagur og Magnús -

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.4.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband