Efni
29.2.2008 | 12:59
Ísland til fyrirmyndar
Ísland er til stakrar fyrirmyndar í heiminum með því að loka fátt fólk inni í fangelsum. Hér á landi voru árið 2006 aðeins 31,5 af hverjum 100.000 íbúum landsins í fangelsi (hagstofa.is), það mun vera um 0,03% af öllum Íslendingum samanborið við meira en 1% af fullorðnum Bandaríkjamönnum. Það munu reyndar ekki vera nema um fimm til tíu lönd sem hafa færri fanga hlutfallslega en Íslendingar. Mér sýnist að þessi hlutfallstala hafi meira að segja lækkað aðeins hér. Höldum áfram að lækka hana. Lokum fólk helst ekki inni og ef við lokum fólk inni sköpum föngum sem bestar aðstæður, t.d. til náms, og höfum tímann sem stystan.
Fangafjöldi í hámarki í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Reyndar þurfum við að loka fleiri inni. Við erum akkúrat hinumegin í öfgunum. Veit ekki nákvæmlega hve marga, en giska á svona 100 í viðbót.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.2.2008 kl. 13:40
Þetta er nú kannski ekki komið til af góðu. Það er ekkert pláss í fangelsum landsins og dæmdir menn verða að bíða mánuðum saman, kannski árum, eftir að hefja afplánun. Það má segja að það sé biðlisti í íslensk fangelsi. Ef við hefðum fleiri og/eða stærri fangelsi væri hlutfallið örugglega annað.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:45
Takk fyrir innlitið, Ásgrímur og Lára Hanna. Ég held við séum ekkert öfgafull heldur inni við beinið séum tilbúin til að gefa fólki séns, tilbúin til að styðja alla til að vera góðir; kannski vinnur fámennið með okkur í þessu, ég veit það ekki.
Varðandi biðlistann þori ég ekki að fullyrða að hann hafi fremur styst, þótt ég haldi það, en ég held ef hann yrði uppurinn þá yrði aftur sama tala. Sem sé, ég held að það yrði aðeins mjög tímabundin fjölgun.
Það er aftur á móti mjög bagalegt að einhver þurfi bíða refsingar og ég veit ekki hvar við erum í röðinni hvað það varðar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.2.2008 kl. 15:34
skapa fongum sem bestar adstodu?Hverslags refsing er thad A ekki bara ad gefa theim daglegt nudd og flatskja,vin med humarrettinum osfr.Eg helt ad folk sem brytur af ser aetti ad verda refsad helst nogu vel til ad vilja ekki fara aftur i fangelsi.Eg veit ad sumir brjoti af ser a vissum arstima til ad hafa mat og husaskjol a veturnar.Hvernig vaeri ad bua vel ad folki sem er ekki ad brjota af ser en vantar thessar adstaedur?
Ásta Björk Solis, 29.2.2008 kl. 17:15
Þú hefur, Ingólfur, sennilega ekki séð helgarblað DV (29/2-2/3) né forsíðuna þar: 'Níundi hver fangi lést 2004-2008. 47 FANGAR LÁTNIR. Neyðarkall af Litla-Hrauni ...'
Þetta eru svo háar tölur, að það hefur veruleg áhrif á þessa prósentutölu sem þú varst að tilfæra. Og spurningar vakna: Hvað veldur? Deyja þessir menn vegna sjálfsvíga eða af heilsuleysi eða (eitur)lyfjaneyzlu eða einhverju öðru? Fróðlegt væri að fá svör við því, en eitthvað kemur þó fram í DV-greininni um þetta, á bls. 10-13. Eitt er a.m.k. ljóst: að vanlíðan í hópi fanga mun vera miklu meiri en þjóðin hefur gert sér grein fyrir. Það er þá meira verkefni til að vinna í að bæta heldur en hitt að básúna ágæti þessa málaflokks hjá okkur.
Jón Valur Jensson, 29.2.2008 kl. 22:24
PS. En taktu þetta ekki sem gagnrýni á þig.
Jón Valur Jensson, 29.2.2008 kl. 22:28
Takk fyrir innlitið, Ásta Björk og Jón Valur.
Ásta: Ég held að tölurnar sem Jón Valur nefnir um "neyðarkall" fanga séu e.t.v. bestu rökin fyrir því að fangelsi EIGA að vera staðir þar sem fólki gefst kostur á að bæta sig. Já, Ásta, daglegt nudd ef fanginn glímir við vöðvabólgur. Til er orðið betrunarvist og má vel vera að það sé gamaldags en það lýsir samt tilgangi þess að loka fólk inni tímabundið: til að gefa því færi á að breyta lífsstíl, aðstoða við það, undir eftirliti. Nýlegt dæmi er að fangar á Litla-Hrauni sjá um að elda ofan í sig sjálfir. Og af því að þú býrð í Bandaríkjunum þá gætum við reyndar eitthvað af þeim lært um samfélagsþjónustu sem refsingu eða yfirbót í stað innilokunar.
Jón Valur: Fyrirsögnin hjá mér er glannaleg, þótt hún sé rækilega skilyrt í fyrstu málsgreininni, og ábending þín réttmæt.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.2.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.