Jökulsárnar í Skagafirði

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, hafa ályktað til stuðnings tillögu til þingsályktunar um friðlýsingu Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði, sem liggur nú fyrir Alþingi. Í ályktun frá SUNN segir: "Austari- og Vestari-Jökulsá í Skagafirði renna frá Hofsjökli. Þær hafa markað sér sérstöðu, sem eitt besta svæði til fljótasiglinga í Evrópu og þar hefur byggst upp umtalsverð atvinnustarfsemi þar sem afl jökulánna og umhverfi er nýtt með sjálfbærum hætti. Stjórn SUNN telur eðlilegt að friða svæðið og stjórna því á þann hátt að landslag, náttúrufar og menningarminjar séu varðveitt, ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu og hefðbundinna landbúnaðarnytja."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Heyr, heyr! Tek heilshugar undir þessa ályktun og vona innilega að þetta gangi eftir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er mikið í húfi að þessi tillaga verði samþykkt.

Ég reyni að vera bjartsýnn en þrýstingurinn er mikill og þó ótrúlegt sé þá er hann ekki síst frá heimamönnum.

Árni Gunnarsson, 28.2.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið og samstöðuna, Lára Hanna og Árni. Svo er ástæða til að tengja þetta við Guðlaugstungur í Húnavatnssýslu og við Þjórsárver og fara að marka heildarstefnu um þjóðgarð á mið- og vesturhluta hálendisins.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.2.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband