Póstur í sveitum

Nú berast þau tíðindi að það eigi að spara með því að aka pósti á sveitaheimili aðeins þrívegis í viku í stað fimm sinnum eins og í þéttbýli, m.a. vegna þess að skjöl berist á rafrænan hátt. Nú er það svo að tölvutengingar til sveita eru víða þannig að ekki er á vísan að róa í þeim efnum.

Þarf að aka pósti út á hverjum degi? Lengi, lengi kom pósturinn í sveitinni tvisvar eða þrisvar í viku, og það var bara gaman að fá mörg blöð af Tímanum í einu. Mjólkurbíllinn kom með póstinn og jafnframt með vörur úr útibúi Kaupfélagsins í Reykjahlíð eða varahluti eða annað frá Húsavík. Fyrir tiltölulega stuttu var fundið upp á því að aka póstinum fimm sinnum í viku en á sama tíma mátti póstbíllinn ekki aka mjólk eða öðrum nauðsynjavarningi heim til fólksins og heyrði ég á mörgum að þriggja daga kerfið hefði nú verið betra þegar þjónustan var fjölþættari. Í þessum efnum gæti jafnræðið fólgist í því að fækka póstakstursdögum en bjóða þjónustu sem ekki er þörf í þéttbýli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Ingólfur

 Ég er hrópandi hneyksluð yfir þessu og get bara ekki trúað að stjórnvöld muni veita svona vitleysu brautargengi. Einkavæðing póstsins er eitt besta skólabókardæmi um óviðeigandi og gagnslausa einkavæðingarframkvæmd hérlendis. Og skýrt dæmi um hvernig einkavæðingarframkvæmdir geta staðið í vegi fyrir framförum og verið öfugsnúnar - það sem drífur verkið er ekki að bæta þjónustu sem er jú aðalhlutverk póststarfsemi hvar sem er.

Anna Karlsdóttir, 27.2.2008 kl. 07:28

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, það var örugglega einmitt einka- eða hlutafélagsvæðing Póstsins sem átti þátt í því að hann mátti ekki veita þá þjónustu sem hafði verið með ýmislega vöruflutninga.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.2.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband