Efni
23.1.2008 | 21:23
Hver skyldi vera oddviti í Kjós?
24 stundir sögðu frá því í morgun (á bls. 13) að í 26. gr. sveitarstjórnarlaga væri ákvæði þess efnis að verði sveitarstjórn óstarfhæf ... geti ráðuneyti ... falið sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verður starfhæf á ný. Þó nokkur sveitarfélög eiga landamerki á landi að Reykjavík; að norðan er það Kjósarhreppur. Og því er spurt hver sé oddvitinn í Kjós? Því væntanlega hefur hann eilítið minna á sinni könnu en bæjarstjóri Kópavogs. Vitanlega koma þarna líka til greina Seltjarnarnes og Mosfellsbær.
Ef farið er yfir sjó eru nokkur sveitarfélög: Akranes, Hvalfjarðarsveit, Álftanes, Vogar, Reykjanesbær, Garður, Snæfellsbær ... Þá væri vitaskuld nærtækt að leita til Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ; hann var borgarstjóri í Reykjavík í nokkra tugi daga vorið 1994 eftir að íhaldið skipti um hest í miðri kosningabaráttu, og þekkir því vel til.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Þetta er mjög góður punktur. Ég þekki aðeins til í Kjósinni, þar býr gott fólk. Leifum þeim að spreyta sig, það kemst þá kannski smá ró á málin.
J. Trausti Magnússon, 23.1.2008 kl. 21:30
hahaha, ekki afleitar vangaveltur
Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 21:46
Til upprifjunar:
Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv
Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016
Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð
Ólafs F,Magnússonar:
http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/
kv. gb
Gísli Baldvinsson 24.1.2008 kl. 17:07
Fyrrgefðu Ingólfur en kerfið vildi ekki slóðirnar:
Til upprifjunar:
Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv
Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016
Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð
Ólafs F,Magnússonar:
http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/
kv. gb
Gísli Baldvinsson 24.1.2008 kl. 17:59
Sigurbjörn Hjaltson á Kiðafelli er oddviti í Kjós. Meirihluti íbúa þar felldi sameiningu við Reykjavík fyrir að mig minnir um tveimur árum síðan. En það má alveg leita til þeirra aftur!
Soffía Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 18:12
Þakka ykkur fyrir innlitið, Trausti, Brjánn, Arnþór, Gísli og Soffía. Mér líst mjög vel á að Sigurbjörn taki við borgarstjórninni í Reykjavík. En dæmalaus er atburðarásin. Ég er nú að hlusta á tvö viðtöl við Ólaf F. núna: þetta sem þú vísaðir mér á, Gísli, og annað á "rauntíma" á Stöð 2. Nú hefur hann valdið.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.1.2008 kl. 19:07
Í viðtalinu í byrjun des. segist Ólafur F. ekki muni misbeita valdi sínu ... hmm ...
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.1.2008 kl. 19:14
mér líst mun betur á að oddviti kjósahrepps taki við en þessi afdankaði læknir.
Brjánn Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 20:41
var ekki einu sinni búinn að spá í hvort hann væri framsóknarmaður, sem er auðvitað fatalt
Brjánn Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 20:42
Hvet til þess að leitað verði til Kristjáns Möller í málinu - núþegar og hann spurður. Ef Kjósarhreppur á að fást til að yfirtaka vandamálið er mikil hætta á að ráðherran þurfi að fjármagna Sundabrautina strax í dag - þannig að þetta gæti orðið kostnaðarsöm yfirtaka sveitarstjórnar í Reykjavík
Benedikt Sigurðarson, 24.1.2008 kl. 20:56
Gæti allt eins trúað því, Brjánn, að Sigurbjörn væri vinstri grænn en ég vissi nú ekkert um hver væri oddvitinn þegar ég stakk upp á þessu; ég hafði ekki vit á því að fletta því upp eins og Soffía.
Áttu þá við, Bensi, að gera göng úr Kjós niður að Ráðhúsi?
Já, Ólafur er annar læknirinn á skömmum tíma sem stýrir Reykjavík. Um langt árabil voru það sagnfræðingar, að vísu skaust inn Þórólfur inn á milli þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Steinunnar Valdísar. Voru ekki flestir sjálfstæðismennirnir, sem stýrðu Rvík, lögfræðingar?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.1.2008 kl. 08:07
Hafnfirsk stjórnmál einkennast af stöðugleika - eitthvað sem Reykvíkingar þrá og þurfa. Ég veit að Lúlla munar lítið um að bæta ábyrgð á velferð Reykvíkinga við sig.
Guðmundur Rúnar 25.1.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.