Kennarar ráði meiru!

Ánægjulegt og óvænt frétt er neðst á bls. 6 í 24 stundum í dag: Gallup fann út fyrir World Economic Forum að kennarar séu sú starfsstétt hér á landi sem nýtur mests trausts; alls segjast 46 af hundraði treysta kennurum og 30 af hundraði vilja að kennarar ráði meiru. Aðrar starfsgreinar nefndar í fréttinni, svo sem stjórnmálamenn, trúarleiðtogar og blaðamenn, komast ekki nálægt kennurum, nema verkalýðsleiðtogar sem 25 af hundraði treysta og 27 af hundraði vilja að fái meiri völd.

Nú veit ég ekki nákvæmlega í hverju þetta traust felst eða á hvern hátt aðspurðir vilja auka völd okkar kennara; ekki heldur hvort traustinu er misskipt milli leikskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennara, háskólakennara eða annarra kennara. Mér finnst traustið langtum meira virði en viljinn til að auka völdin og legg glaður af stað út í daginn með þetta veganesti og vona að allir kennarahópar taki þetta til sín með stolti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning er um aðferðafræði viðhorfskannana sem þessarar. Starfsstéttir sem hafa verið ofarlega á blaði í öðrum könnunum sjást ekki í þessari könnun.

Annars er mjög ánægjulegt að sjá að viðhorf til kennara er mjög jákvæð. Þetta mættu stjórnvöld taka til alvarlegrar athugunar og jafnvel taka sér kennara sem fyrirmynd í sínum störfum!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.1.2008 kl. 08:28

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Mosi og takk fyrir innlitið, vitanlega datt mér aðferðafræðin í hug og myndi þurfa að kynna mér hana ef maður notaði þetta í fræðigrein. En fyrir okkur kennara er þetta notalegt að sjá og kom mér á óvart miðað við sumt af því sem er spjallað.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.1.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband