Efni
8.1.2008 | 18:10
Breytt viðhorf til friðunar húsa
Ég held að viðhorf til húsafriðunar séu að gerbreytast - og mikil umræða er nú í samfélaginu um friðun götumynda, menningarlandslag o.s.frv. ... og af hverju haldið þið að Newsweek hafi gert Laugavegi sérstök skil sem chic hér í haust? Ekki vegna nýbygginga ... Sigur Frjálslynda flokksins í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum var áreiðanlega til kominn vegna þess að flokkurinn var gegn því að samþykkja stórfellt niðurrif húsa við Laugaveg. Sem betur fer taka fulltrúar annarra stjórnmálaflokka nú í vaxandi mæli undir þetta og vilja endurskoða fyrri ákvarðanir. Þá hefur þingmaður VG, Árni Þór Sigurðsson, fv. borgarfulltrúi lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um húsafriðun í því skyni að styrkja húsafriðun.
Eitt af því sem ég hef séð undanfarna daga er að lyfta núverandi húsum við Laugaveg 4-6. Þetta var gert við húsið á suðvesturhorni Glerárgötu og Strandgötu hér á Akureyri fyrir nokkrum árum og tókst vel. Og auðvitað við fjölda annarra húsa.
Ráðherra friði Laugavegshús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Er fólki alvara að vilja friða þetta ljóta hús. Á Sorpu með brakið, því fyrr því betra.
Halla Rut , 8.1.2008 kl. 18:36
Ég er farin að halda að Halla Rut sé að stríða fólki. Bendi á pistil hér og athugasemdir.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:14
Sammála þér að aðgerðin að lyfta húsinu á horni Glerárgötu og Strandgötu tókst afar vel. Mér finnst þessi þróun af hinu góða. Það er líka alveg nauðsynlegt að fólk standi vaktina eins og berlega kom í ljós austur á fjörðum þegar verktaki fór að rífa niður innréttingarnar frá ÁTVR.
Anna Ólafsdóttir (anno) 8.1.2008 kl. 21:19
Mjög athyglisverð greinin í Mogganum í dag, þar sem mannfræðingyr býðst til að kaupa alla húsaröðina og gera hana upp á sinn kostnað hvortsem húsin standi þarna eða verði flutt.
Edda Agnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:32
Greinin í mogganum var allrar athygli verð. Nú er bara að heyra hvað ráðherra segir við yfirlýsingu húsafriðunarnefndar. Vona að það verði húsunum í hag
Anna Karlsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:51
Já, ég vona að hún standi sig aftur. En það þarf aldeilis að koma einhverju skikki á þessa skipulagsnefnd borgarinnar og fara að ræða oní kjölinn þau miklu áhrif sem verktakar hafa orðið á útlit þessarar borgar - og hvað þátt hátt lóðaverð hafi í því sambandi.
María Kristjánsdóttir, 9.1.2008 kl. 00:25
Þetta eru bæði forljót hús. Svo má glöggt sjá að næsta hús við hliðina á Lv. 6 er mun hærra en þau tvö, þannig að ekki skekkir þetta götumyndina meira en svo að rétta hana bara við aftur!
Sigurjón, 9.1.2008 kl. 00:33
Takk fyrir innlitið, öll sömul - þetta eru athyglisverðir tímar
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.1.2008 kl. 09:25
Ég vil friða götumyndina, ekki húsin.
Þetta er eins og að smíða tennur upp í gamalmenni, nýju tennurnar þurfa að vera svolítið skakkar og gular til að falla inní, en það er ekki þar með sagt að gömlu brunajaxlarnir þurfi að vera áfram.
Evrópa er full af nýjum "gömlum" húsum sem falla svo vel að götumyndinni að túristar taka ekki eftir þeim. Ef þau eru "feik" þá er nýprjónuð lopapeysa með hefðbundnu mynstri það líka.
Kári Harðarson, 9.1.2008 kl. 09:45
Takk fyrir innlitið, Kári. Götumyndin gæti þá falist í alveg nýjum húsum sem væru í takti við þau hús sem fyrir eru?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.1.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.