Safnasafnið á Svalbarðsströnd

Allir þessir aðilar eiga Eyrarrósina skilið en ég hef á tilfinningunni að færri þekki Safnasafnið á Svalbarðsströnd en hina sem tilnefndir eru. Alveg sérstök tilfinning fyrir mig er sú að Safnasafnið var stofnað sama ár og ég flutti til Akureyrar til að fara að vinna við Háskólann. Því má eiginlega hálfpartinn segja að við séum jafngömul, ég og Safnasafnið, og það er meðal annars þess vegna sem ég "held með" Safnasafninu. Tilnefning þess er þó viðurkenning sem ég kann að meta jafnvel þótt Eyrarrósin fari í Skagafjörðinn eða vestur á firði í þetta skipti.

Safnasafnið fékk nýtt húsnæði í sumar og þarf ekki lengur að nota íbúð eigendanna sem hafði verið í gert frá stofnun. Nýja húsnæðið er gamalt hús sem með nýbyggingu hefur það verið tengt við upphaflegt hús. Upphaflega húsið er gamalt samkomuhús sem hafði verið breytt í íbúðarhús af miklum myndarskap. Þessi aðstaða er orðin afar skemmtileg. Hvet þá sem koma hér norður á sumrin til að leggja leið sína þessa rúmu 10 km austur (og norður) fyrir Akureyri og skoða Safnasafnið; þetta er á leiðinni austur í Mývatnssveit og til Húsavíkur, fast við þjóðveginn, rétt hjá Svalbarðseyri. PS. Var að fá orð í tölvupósti frá konu sem var öll sín barnaskólaár í þessu húsi og tók þar fullnaðarpróf, enda þjónaði húsið líka hlutverki skóla. Þetta er sem sé mikið menningarhús.


mbl.is Tilnefnd til Eyrarrósarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég "held með" Heimi! Gleðilegt ár frændi.

Eyþór Árnason, 2.1.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég á eftir að fara á Safnasafnið en hef fylgst mikið með því í gegn um fjölmiðla og er mjög hrifin af því. Ég sé líka fyrir mér að þetta menningarverk fái Eyrarrósina, fyrst og fremst fyrir frumkvöðlaþátt í vörslu á naivískum listaverkum.

Edda Agnarsdóttir, 5.1.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég segi eins og Edda - hef frétt af Safnasafninu í gegnum fjölmiðla. Kem örugglega þar við næst þegar ég á leið norður!

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.1.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Eyþór, Edda og Lára Hanna. Já og gleðilegt ár

Eyþór: Ég vona að þú skoðir Safnasafnið þótt þú haldir með Heimi.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.1.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband