Utan seilingar skattyfirvalda - skattalegt hagræði

Það var fleira í Markaðinum í gær en það sem ég bloggaði um í gærkvöldi. Vitnað er í skýrslu starfshóps frá 2003 um skattsvik. Þar segir að nú á dögum virðist viðtekið að fagmenn og fyrirtæki "veiti ráðgjöf sem beinlínis miðar að því að komast undan eðlilegri skattlagningu". Slík fyrirtæki "sérhæfa sig í að ráðleggja mönnum hvernig vista á fé með þeim hætti að það sé utan seilingar skattyfirvalda", segir í skýrslu skattsvikanefndarinnar. Þessu andmælir Elín Árnadóttir hjá Pricewaterhouse Coopers en segir þessa gullnu setningu: "Skattalegt hagræði er bara allt annað mál". Hún tekur fram að viðskiptavinir "eigi ávallt frumkvæðið" og fyrirtæki hennar ýti ekki "einu eða neinu ólöglegum að mönnum". Mér hefði nú faktískt aldrei dottið það í hug og það er ekki það sem sagt er í ívitnuðum málsgreinum skattsvikanefndarinnar. Ég hefði nú frekar haldið að ráðgjafarnir ráðlegðu viðskiptavinunum hvernig gjörðir þeirra við að halda fé "utan seilingar skattyfirvalda" væru löglegar. Einmitt þess vegna átta ég mig ekki á því hvernig "skattalegt hagræði" getur verið "allt annað mál". "Eðlileg skattlagning" er smekksatriði: Hvað er sanngjarnt að maður leggi fram til samfélagsins? Skattalögum er ætlað að endurspegla slíka sanngirni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Gleðileg jól Ingólfur

Valgerður Halldórsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sæll Ingólfur.
Þessi grein fer miklum í að tilgreina 15 milljarða skattsvik undanfarin ár. Skattsvik eru ólögleg, síðast er ég vissi. Svo var farið út í að úskýra í hverju skattsvikin lágu. Og viti menn, þau lágu í því að eiga félög erlendis, sem er, síðast er ég vissi, fullkomlega löglegt.

Sem sagt, greinin fór miklum í að tala um skattsvik (lögbrot) sem lágu í löglegum aðgerðum og eignarhaldi.

Þetta er með lélegri blaðamennsku sem ég hef séð lengi.

Sigurjón Sveinsson, 23.12.2007 kl. 02:44

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

P.S. hvort svona æfingar með tilfærslur á fé til að komast hjá sköttum séu sanngjarnar og réttlátar er allt önnur umræða. En greinin var algert rugl. Margtuggði að löglegur gjörningur væri lögbrot.

Sigurjón Sveinsson, 23.12.2007 kl. 02:46

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Valgerður og Sigurjón. Ég hef nú reyndar engan sérstakan áhuga á að verja greinina þótt ég hafi lagt út af henni og mislíkar reyndar að rugla saman hugtökum. "Skattsvik" í huga almennings er þó líkast ekki til ekki hið sama og skilgreiningin skv. lögum, en vil, eins og þú, Sigurjón, samt fremur nota sanngirni og réttlæti en "svik" því að í felst óneitanlega ásökun sem er ekki boðleg í vitiborinni umræðu.

Gleðileg jól

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.12.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband