Efni
21.12.2007 | 18:49
Skattsvik og velferð
Í frétt í Markaðinum, blaði á brúnleitum pappír sem fylgir Fréttablaðinu, kemur fram að vaxandi skattbyrði í Danmörku hafi ekki orðið til að auka skattsvik. Í upphafi 20. aldar hafi skattsvik verið um fjórðungur en komin niður í 5% um 1980. Enn fremur kemur fram að einstakar breytingar á skattalögum virðist ekki hafa haft áhrif á þróun skattsvika. Þetta er afar athyglisvert og að einhverju leyti í ósamræmi við það sem maður hefði trúað. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að hið fyrrnefnda er skýrt, skv. fréttinni, með því að fólk sætti sig við aukna skatta vegna aukinnar velferðar. Það er nú akkúrat þess vegna sem mér líkar ágætlega að borga mín opinberu gjöld og var ekki hrifinn af því þegar svokallaður hátekjuskattur var aflagður eða lækkaður fyrir fáeinum árum. Ég hef löngum sagt söguna af því þegar skattur minn lækkaði um 25 þúsund krónur á ári vegna breytingarinnar en á sama tíma var eigin greiðsla fyrir dýrt lyf hækkuð og 5 þúsund krónur fóru beint í það (á ári). Ég græddi smápening, þeir sem ekki nutu skattalækkunarinnar urðu fátækari af því að þeir þurftu líka að greiða hækkunina fyrir lyfið, samfélagið varð eilítið lakara þar sem samtryggingin og velferðin minnkuðu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 01:04
Áhugaverð staðhæfing, sérstaklega í ljósi þess að bæði Svíar og Danir hafa einmitt verið að vakna upp við að skattsvik í báðum löndum eru margföld á við það sem þeir trúðu sjálfir. Svört vinna er að koma töluvert í ljós í báðum löndum. Svo eru skattsvik líka fólgin í stórfelldu svindli á bótakerfunum sem einnig eru að koma í ljós að eru talsvert meiri en þeir héldu. T.d. er skráning fjarveru vegna veikinda barna í Svíþjóð að stóraukast samfara því að fjarvera barna í skólum vegna veikinda stendur í stað og jafnvel minnkar. Þetta telst auðvitað ekki til beinna skattsvika en er í raun ekkert annað.
Báðar þjóðirnar hafa verið algjörlega grænar þegar kemur að skattsvikum og haldið að allir væru voðalega glaðir með að borga bara síhækkandi skatta. Það sem fólk hefur ekki áttað sig á að þeir sem eiga umtalsverða peninga í þessum löndum hafa ásamt mörgum stórfyrirtækjum verið að flytja hljóðlega úr landi og taka þar með verulegar upphæðir út úr skattstofninum. Einu lausnirnar sem boðið hefur verið upp á er að hækka skatta og þar með fæla sífellt fleiri stóra aðila í burtu. T.d. býr Ingvar Kamprad ekki lengur í Svíþjóð og fyrirtæki hans IKEA er löngu farið til m.a. Lúxemborgar til að komast undan ofursköttum.
Þessir stöðugt hækkandi skattar munu á endanum sjá til þess að fáir verða eftir nema meðal- og lágtekjufólk og hver á þá að borga hinn sífellt stækkandi opinbera spena?
Gulli 23.12.2007 kl. 10:01
Þetta átti að vera "...skráning fjarveru frá vinnu vegna veikinda barna...
Gulli 23.12.2007 kl. 10:06
Takk fyrir innlitin, Kjartan og Gulli. Markaðurinn heldur því reyndar fram að skattsvik hafi ekki aukist í Danmörku - en nýrri tala en frá 1980 um hlutfallið er ekki nefnd. Annars hljóta skattsvik eðli máls samkvæmt ætíð að verða fremur óljós tala og erfitt að mæla eða meta nákvæmlega. Þekki ekki þróun fjarveru vegna veikinda barna í Svíþjóð en hér á landi er sá réttur mjög takmarkaður og næsta víst að fjarvera frá vinnu vegna veikinda barna myndi aukast ef sá réttur yrði aukinn, án þess að fjarvera barna úr skólum myndi þurfa að aukast, þar sem þessi réttur er of lítill nú um stundir. Hvort eitthvað svipað gerðist í Svíþjóð veit ég ekki. Ég hef svo sem orðið var við það sjónarmið að "nota" veikindadaga í kjarasamningum; ég skil svoleiðis sjónarmið ekki því að þá er einstaklingurinn réttlaus ef til langvarandi veikinda kemur. Orðið tryggingasvik hefur verið notað um svindl þegar kemur að almannatryggingum og slæmt ef þau eru notað sem rök gegn almannatryggingum.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.12.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.