Hvar er hjari veraldar?

Um helgina ríkti heilmikil spenna með hverjum íslenska karlaliðið í knattspyrnu lenti í riðli í heimsmeistaramóti. Niðurstaðan varð sú að flestar þjóðirnar eru fremur nálægt, nema fyrrverandi Júgóslavíulýðveldið Makedónía sem nú þarf að ferðast út á hjara veraldar til Íslands, Skotlands og Noregs. Eða hvað? Ef marka mátti umfjöllun fyrir fram virtust íþróttablaðamenn hafa áhyggjur af því að Ísland lenti í riðli með þjóðum frá Kákasusfjöllum og í DV í dag var því fagnað að nú þyrftu Íslendingar ekki að ferðast út á hjara veraldar. Ég spyr nú bara: Er eitthvert Evrópuland afskekktara en Ísland?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hjarinn fari ekki eftir því hvar miðjan er...

Annars bara smá skrepp milli Íslands og Makedóníu - þrjár stuttar flugleiðir sem tekur samanlagt minni tíma en ef maður flýgur t.d. eina flugleið til sumra Asíuríkja...

Auður H Ingólfsdóttir 26.11.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Það er rétt hjá þér frændi! Auðvitað erum við langt, langt í burtu frá öllum, en aðalatriðið er nú að vinna leikina sem við spilum. Kveðja úr Vesturbænum.

Eyþór Árnason, 27.11.2007 kl. 00:47

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég segi eins og Auður - það hlýtur að fara eftir því hvar við skilgreinum miðju alheimsins. Okkur Íslendingum hættir til að staðsetja hana í eigin nafla.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:07

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, einmitt. Ein svona miðju- og hjarasaga að fyrir 30 árum rúmum þegar ég flutti til Reykjavíkur í nám þá uppgötvaði ég fljótt að Reykvíkingum búsettum vestan Kringlumýrarbrautar fannst óhugsandi langt suður í Kópavog - en áttuðu sig ekki á því að það væri sama vegalengd úr Kópavogi niður í miðbæ Reykjavíku eins og úr miðbænum til Kópavogs.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.11.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband