Kennaraháskólinn fetar í spor HA

Á bls. 8 í Morgunblaðinu í gær, 12. nóvember, er sagt frá nýju fyrirkomulagi vettvangsnáms við KHÍ, svokölluðu heimaskólafyrirkomulagi. Þar er m.a. sagt: "Mikilvæg atriði eins og undirbúningur skólaárs ... hafi hingað til ekki verið inni í starfsþjálfuninni". Þetta á þó aðeins við um hinn næstum því 100 ára Kennaraháskóla (aldur ef talið er frá stofnun Kennaraskóla Íslands), því að í kennaradeild Háskólans á Akureyri hafa nemendur hennar farið í vettvangsnám í skólum mestallt næstsíðasta námsmisserið sem einmitt byrjar í ágúst um leið og grunnskólastarf byrjar. Sambærilegt námsmisseri er í leikskólakennaranámi HA.

Það er ekki að ástæðulausu að þetta fyrirkomulag er viðhaft því að eins og kemur fram í fréttinni er mikilvægt að kennaranemar kynnist skólastarfinu öllu, ekki bara kennslu einstakra námsgreina, þótt vitaskuld haldi kennsla og samskipti við nemendur áfram að vera þungamiðja skólastarfs. Kennslan skilar hins vegar betri árangri ef kennari/kennaranemi skilur samhengi skólastarfsins. Enn fremur benda bæði rannsóknir og reynslusögur til þess að það sé auðveldara fyrir hinn nýbrautskráða kennara að hefja starf að hausti hafi hann í námi sínu gengið í gegnum sambærilega reynslu.

Ég óska KHÍ til hamingju með nýja fyrirkomulagið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já Ingólfur þetta hljómar vel en svo er auðvitað að vita hvernig gengur.  Þetta á að vera til að brúa bilið milli Kennaraháskólans  og skólanna og þar finnst mér vanta mikið upp á.  Það er því spennandi að sjá hvort fögur fyrirheit og undirritað samkomulag dugi til að þetta verði að veruleika.

Rósa Harðardóttir, 13.11.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband