Krossgötur kynjarannsókna - Virðing og umhyggja

Var að koma heim frá höfuðborginni þar sem rekin voru margvísleg erindi, m.a. tvær ráðstefnur sem þó stönguðust á í tíma. Önnur þeirra var tveggja daga ráðstefna um margvíslegar kynjarannsóknir á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ. Hin var málþing um nýja bók Sigrúnar Aðalbjarnardóttur sem nefnist Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldarinnar. Afar áhugavert bók þar sem Sigrún dregur saman og setur í samhengi umfangsmiklar rannsóknir sínar, m.a. um starf kennara og þroska nemenda. Á málþinginu töluðu fjölmargir og það troðfylltist stór salur svo að ég held að einhverjir hafi orðið frá að hverfa. Eitthvað fámennara var á kynjafræðiþinginu þótt erfiðara sé að meta það þar sem þingið var tveggja daga og yfirleitt nokkrar málstofur á sama tíma og gestir komu og fóru. Ég fylgdist með fyrirlestrum þar sem rætt var um þau teikn að ungt fólk hafi íhaldssamari sjónarmið um verkaskiptingu kynja en ungt fólk fyrir 10 til 20 árum. Einnig sat ég málstofu þar sem fræðafólkið hafði skoðað á hvern hátt byggðaþróun og auðlindanýting hafa ólík áhrif á karla og konur og hvernig karlar og konur taka að sér ólík hlutverk. Og loks sat ég málstofu um skólastarf og jafnréttispólítík, auk þess að hlusta á pallborðsumræður um utanríkismál þar sem m.a. kom fram það sjónarmið að setja á stofn rannsóknasetur um kvenna- og kynjafræði er gæti orðið framarlega á alþjóðlegum vettvangi á þessu fræðasviði. Afar áhugaverð hugmynd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband