Efni
20.10.2007 | 21:44
Sauðkindinni fagnað
Akureyrarakademían stendur fyrir haustþingi til heiðurs sauðkindinni þann 3. nóvember nk. kl.13-19 í Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti. Þetta hús er rétt hjá húsi kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eða á hinu alræmda og nú víggirta tjaldstæði Akureyrarbæjar. Þingið er fræðaflétta, þar sem saman tvinnast hugvísindi, búvísindi, listir og matarmenning. Skv. tilkynningu er forystusauður Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og bóndasonur úr Eyjafirði.
Þarna verða nokkrir fyrirlestrar:13:15 Íslenska ókindin: Bar sauðféð ábyrgð á landeyðingunni? - Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur (mig minnir að Árni Daníel efist um það, en komið til að fullvissa ykkur)
14:00 Sauðfé og seiður - Jón Jónsson, þjóðfræðingur
14:30 Blessuð sauðkindin - Guðrún Hadda Bjarnadóttir, listakona og formaður Laufáshópsins. Svo verður kaffihlé og handverkssýning
15:45 Óður til sauðkindarinnar - Guðríður Baldvinsdóttir, sauðfjárbóndi
16:15 Fólk og fénaður til framtíðar - Jóhanna Pálmadóttir, varaformaður félags sauðfjárbænda.
Loks verður pallborð með þátttöku fyrirlesara og almennar umræður. Ja, reyndar á þessu að ljúka með haustblóti - næringu sem verður seidd fram úr sauðfé, í umsjá Halastjörnunnar. Upplýsingar bárust með tölvupósti frá Reykjavíkurakademíunni.
Þetta er bersýnilega AFAR áhugavert.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Sæll félagi
Fyrir nokkrum árum vorum við hjónin á ferðalagið um landið, hafði kona mín á orði hvort bara væru orðnar til hvítar kindur, hvar væri hinn margumræddi sauðalitur. Við gerðum það að leik okkar ásamt dóttur okkar að reyna að finna annað en hvítar. Sem gömlum smala kom það mér á óvart hversu fjölbreytnin var lítil, nánast allt hvítt. Í framhaldinu málaði kona mín Anna Gunnlaugsdóttir þessar myndir.
Ég vona að þú standir vörð um sauðalitina á Haustþinginu.
Rúnar Sveinbjörnsson, 21.10.2007 kl. 21:48
Ég væri til að mæta,en kemst trúlega ekki. (Þegar best lét heima var full kró af mórauðum kindum á fóðrum og margar gráar og svartar).
Eyþór Árnason, 22.10.2007 kl. 00:05
Sælir félagar og þakka ykkur kveðjurnar og þér, Rúnar, fyrir hlekkinn til myndanna. Þessi sýning fór fram hjá mér á sínum tíma.
Man eftir því sem barnið hversu mikils virði það var að hafa ólíka liti, ekki bara á forystufénu. Mér var eignuð svarbotnótt gimbur þegar ég flutti í sveitina fjögurra ára gamall og þegar ég var átta ára eignaðist hún mórauða gimbur sem ekki hafði verið lengi hjörðinni. Þetta stafaði af því að hrúturinn faðir þeirrar mórauðu, hvítur að lit, mig minnir frá Geir í Álftagerði, var fjarskyldur ættingi hennar og það var vitað um mórauð gen í ættinni - við þetta frétti maður fyrst af erfðum og erfðafræði. Held reyndar mér finnist núna svarbotnótti liturinn enn þá fallegri en sá mórauði. (Lenti hér í merkilegum vandræðum með hvernig ætti að skrifa orðið svarbotnóttur en með gúgli sé ég að ég er ekki sá eini sem finnst rétt að sleppa t-inu. Orðabókin gefur bara upp botnótt!)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.10.2007 kl. 07:58
Þetta verður áhugavert haustþing hjá AkureyrarAkademíunni og ég bendi á nýjan vef þar sem einnig er sagt frá Fimmtudagshlaðborðum í vetur. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 22.10.2007 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.