Endurómur úr Evrópu - djassþáttur Lönu Kolbrúnar

Ríkisútvarpið er búið að stokka heilmiklu upp í dagskránni. Fyrir vanabundið fólk eins og mig er þetta ekki gott - þá er betra að ganga að laugardeginum nákvæmlega eins og hann var á doble-jú ó ar tí, útvarpsstöðinni "minni" í Madison, Wisconsin, fimmtán árum eftir ég flutti þaðan. Sömu þættirnir á sömu tímum, flesta daga vikunnar, reyndar aðeins búið að auka við pólitíska fréttaskýringarþætti og það er ekki verra. WORT er reyndar núna komið á netið og ég get kannski farið að laga mig að stöðinni, en einhvern veginn er það samt ekki það sama, t.d. bara það að það er fimm eða sex tíma munur (eftir árstíma). Jæja, en svo þegar maður lærir á nýju dagskrána í RÚV er þetta ekki allt sem verst. Kl. 7 á kvöldin er t.d. tónlistarþáttur á rás 1 sem heitir Endurómur úr Evrópu. Ég er ekki búinn að komast að því hvort hann er á hverju kvöldi, en akkúrat núna er djassþáttur Lönu Kolbrúnar, tónleikar í Tékklandi, byrja alveg frábærlega vel. Ég vona svo sannarlega að þessi þáttur sé á hverju föstudagskvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband