Gæðastörf úr völsuðu og afar hreinu hágæðaáli

Ál-aflþynnuverksmiðjunni á Akureyri hefur verið sunginn hár lofsöngur undanfarið. Framleiðslan er "sérhæfð hátækni sem losar ekki gróðurhúsalofttegundir en skapar um 90 ný gæðastörf. Hráefnið er valsað og afar hreint hágæðaál ... rafhúðað í sérhönnuðum vélasamstæðum". Og ekki nóg með það heldur er afurðin, aflþynnur, líklega notuð í "háspenntari þétta með mikinn áreiðanleika ..." sem vaxandi eftirspurn er eftir. Það vill svo vel til að Becromal, fyrirtækið sem reisir verksmiðjuna, er leiðandi við að búa til aflþynnur í einmitt slíka þétta (Vikudagur, 16. ágúst sl.). Gott að þetta eru ekki neinir ómerkingar, þessir hálf-eyfirsku þéttar, og ánægjulegt að um er ræða að ræða gæðastörf.

Þá er okkur er lofað að þessi 75 MW muni ekki leiða af sér nýjar virkjanir og þá auðvitað hvorki með eða án náttúruspjalla enda þótt rafmagnið samsvari 10% aukningu í eigin raforkuframleiðslu Landsvirkjunar frá síðasta ári (sama heimild). En þarf þá ekki einhvers staðar að virkja vegna almennrar aukningar? Og einhvern veginn hefur mér fundist loforðið um að verksmiðjan losi ekki gróðurhúsalofttegundir jafngildi því að hún mengi ekki, en ég hef ekki séð mikið um slíkt í fjölmiðlum. Vonandi kemur það þó allt fyrir augu almennings í mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar þannig að auðvelt sé að bera starfsemina saman við hverja aðra starfsemi hvað það varðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ingólfur, vera nú svolítið jákvæður  Þetta er kannski hið besta mál. Kær kveðja frá fyrrverandi nemanda.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 6.9.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Guðmundur, gaman að heyra í þér. Ég tek svo sannarlega undir að ég vona að verksmiðjan sé jákvæð viðbót. En á meðan felst ég ekki á að þetta sé sérlega gott mál(far).

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.9.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Púkinn

Það er lítil sem engin gróðurhúsalofttegundamengun sem berst frá verksmiðjunni, en það sem hún losar er aðallega ammoníak - og það ekki lítið.

Hvernig einhverjum dettur í hug að þetta sé mengunarlaust, veit Púkinn ekki, en hann skirfaði um þetta um daginn - sjá þennan hlekk

Púkinn, 6.9.2007 kl. 18:07

4 identicon

Eitt sem ég velti fyrir mér í þessu sambandi. Verksmiðjuna á að reisa í Krossanesi þar sem fóðurverksmiðjan var. Ég hélt að fóðurverksmiðjan væri hætt að starfa og loðnubræðslu hefði verið hætt en undanfarna daga er búið að leggja fnyk mikinn frá Krossanesinu. Hefurðu hugmynd um hver ástæðan gæti verið?

Anna Ólafsdóttir (anno) 7.9.2007 kl. 23:42

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ekki hugmynd, en vissi reyndar ekki að þessum verksmiðjum hefði verið lokað. Best er þó að álasa Vestmannaeyingum fyrir fnykurinn því að síðast þegar ég vissi átti eitthvert vestmannaeyskt fyrirtæki loðnubræðsluna!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.9.2007 kl. 09:22

6 identicon

Um að gera að vera á móti þessu þangað til annað kemur í ljós, það vantar alltaf úrtölufólk og heilbrigða neikvæðni.
Púkinn hefur verið duglegur við að koma þessu ammóníak máli á framfæri. Gat ekki betur séð en að þar væri um að ræða einstakt tilfelli hjá Becromal í USA. Slæmt mál, en síkt getur alltaf gerst, meira að segja við sundlaugar. 
En þar sem ég þekki aðeins til málsins get ég upplýst að sá hluti 
framleiðslunnar sem felur í sér efnameðferð (s.s. ammóníak) verður
áfram vistaður í USA og ítalíu, enda ekkert vit í að staðsetja það hér 

Magnús Þór Ásgeirsson 13.9.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband