Landsvirkjun hafði ekki grun um að Framsókn myndi tapa kosningunum

Já, viðbrögð Landsvirkjunar við kröfu Landverndar og SUNN, sbr. síðasta blogg, eru af frumlegra tæinu. Landsvirkjun sendi ekki ítrekunarbréf fjórum dögum fyrir kosningar vegna þess að kosningar væru í nánd og líklegt væri að eftir kosningar myndi verða tregða við að gefa út leyfið sem hún hafði sótt um af því Framsóknarflokkurinn myndi tapa kosningunum, nei, þeir bara sendu ítrekunarbréfið, sbr. frétt Vísis. Eða ef þetta var svona sjálfsagt mál, af hverju var þá ekki búið að afgreiða það fyrr?

Okkur í SUNN og Landvernd finnst þetta stórundarleg atburðarás og viljum að hún sé könnuð af hálfu Alþingis. Við viljum ekki að gefin séu út leyfi til rannsókna eða vinnslu öðruvísi en þau séu hafin yfir allan vafa. Og okkar vafi um það fara skuli í Gjástykki er mikill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband