Við eigum vatnið öll

Ég fagna þeirri ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar að freista þess að losa okkur við þau vatnalög sem voru samþykkt í vor og eiga eftir að taka gildi. Sjá frétt Moggans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ég held að allir ættu að fagna þessari endurskoðun.  Vatnið eigum við ÖLL.  Það er hreint óhugsandi að þurfa að eiga það undir páli eða pétri hvort við höfum yfirleitt aðgang að vatni og fyrir hvaða verð!

Sveinn Ingi Lýðsson, 30.8.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ekki minnkar ábyrgð Össurar eftir atburði dagsins. Þar sem hann getur einnig stoppað einkavæðingu OR í gegn um vatnalögin. Við verðum að athuga það að þó Vilhjálmur segist ekki ætla að selja OR þá geta Garðabær, Akranes, Borgarbyggð og aðrir eignaraðilar að OR selt sinn hlut og komið þannig fjárúlfunum inn um bakdyrnar,

Rúnar Sveinbjörnsson, 30.8.2007 kl. 16:45

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er svo óskaplega fegin að það skuli vera almenningsvitund um mikilvægi þessa máls. Ég gleymi ekki þegar að ég fór niður á þing síðastliðið vor (2006) sem áhorfandi og enginn þingmaður var í salnum nema iðnaðarráðherra og Jóhann Ársælsson í ræðustól að reyna að halda uppi málþófi. Síðan hafa margir vaknað upp til vitundar og það er gott. Vatnapólitík er vaxandi pólitík! Ég styð Össur í þessu máli.

Anna Karlsdóttir, 30.8.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég vona að vakni vitund hjá almenningi öllum, því að málið er svo mikilvægt. Við sjáum víða söfnunarbauka fyrir vatnsbrunnum í þriðja heiminum - en ætlum við að láta líðast að vatnið sé tekið af okkur, vatnsveiturnar seldar hæstbjóðanda. Var ráðstefna að mig minnir í hitteðfyrra, eða var hún í fyrra, á Grand Hóteli sem fjöldi samtaka svo sem BSRB og kirkjan stóðu fyrir.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.8.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband