Vegurinn yfir Lyngdalsheiði

Ég fagna líka ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra að kanna hvort úrskurður forvera hennar, Jónínu Bjartmarz, um að heimila nýjan veg frá Þingvöllum til Laugarvatns hafi verið ólögmætur. Náttúrufræðingar hafa bent á mjög veigamikil rök gegn veginum og áhrifum af honum á Þingvallavatn. Jónína taldi að það ætti að mæla mengunina - en hvað á að gera ef mengunin verður búin að skemma vatnið þegar búið er mæla? Sjá umfjöllun Mogga á sunnudaginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar  dr. Pétur Jónasson talar um Þingvallavatn , þá eiga menn að hlusta og  hlusta grannt.

Eiður Guðnason 30.8.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála ykkur báðum. Hér er meira í húfi en "vinnumiðlun handa góðum verktökum."

En eins og Laxness sagði forðum, hefur djöfull hagvaxtarins þá náttúru að ráðast fyrst gegn þeim stöðum sem þjóðin hefur helgi á. 

Árni Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband