Efni
24.8.2007 | 22:10
Flugeldabanki - flugeldafíkn
Af hverju þurfa bankar sem flytja í nýtt húsnæði, veitingahús sem eiga afmæli, þeir sem halda hátíðir um verslunarmannahelgar og jafnvel einstaklingar sem halda upp á eitthvað að skjóta upp flugeldum íbúum til armæðu? Sennilega náði þessi fíkn hámarki hér á Akureyri árið 2002 þegar á tímabilinu febrúar til miðs október voru leyfðar sex slíkar sýningar (sýslumannsembættið veitir leyfin). Árið 2001 var jafnvel haldin flugeldasýning til að kveðja skemmtiferðaskip! Nokkuð margar þessara sýninga hafa verið að sumarlagi og því orðið að bíða rökkurs til þess arna, jafnvel til kl. 23:30, sem er seint og vekur þá sem fara að snemma að sofa. Sýslumannsembættið auglýsir ekki þessar sýningar og þess er ekki krafist af leyfishöfum, sem væri þó ástæða til.
Nú í kvöld var flugeldasýning á tíunda tímanum, ekki svo afar seint, en hávaðaónæði um allan bæ. Og á morgun verður önnur á vegum bæjarins - hef ekki séð hana auglýsta en löggan sagði mér frá henni áðan. Er sú sýning ekki annaðhvort alveg nóg eða meira en nóg? Þurfti þessi banki endilega að ergja fólk og dýr? Ekki skoraði nýi bankinn Saga Capital sem stóð fyrir hávaðanum í kvöld mörg stig á virðingarskalanum hjá mér - en hann ætlar sér það víst ekki hvort sem er.
Ég vona að engin heimilisdýr hafi orðið hrædd, eða hestar fælst, í kvöld - og verði það ekki heldur annað kvöld - en ég bið þá sem eiga dýr hér á Akureyri og nágrenni að huga vel að þeim. Látum flugeldaskot á nýársnótt og þrettándakvöldi duga og stillum þeim í hóf á þeim tímum líka - virðum næði fólks, ónáðum ekki dýrin, mengum andrúmsloftið minna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ég vil vekja athygli á því að ALDREI er tekið tillit til þeirra sem vakna seint þannig að ég hefi ekki nokkra einustu samúð með þeim sem sofna snemma en eru truflaðir af og til.
Minn svefn er truflaður hvern einasta morgun (þmt. sunnudags- og laugardags-) með vinnu í næstu götu.
Burt séð frá þessari skoðun minni leiðist mér mikið flugeldastand og þykir hæfilegt að takmarka það við árámót.
Dettifoss Bergmann 28.8.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.