Flugeldabanki - flugeldafíkn

Af hverju þurfa bankar sem flytja í nýtt húsnæði, veitingahús sem eiga afmæli, þeir sem halda hátíðir um verslunarmannahelgar og jafnvel einstaklingar sem halda upp á eitthvað að skjóta upp flugeldum íbúum til armæðu? Sennilega náði þessi fíkn hámarki hér á Akureyri árið 2002 þegar á tímabilinu febrúar til miðs október voru leyfðar sex slíkar sýningar (sýslumannsembættið veitir leyfin). Árið 2001 var jafnvel haldin flugeldasýning til að kveðja skemmtiferðaskip! Nokkuð margar þessara sýninga hafa verið að sumarlagi og því orðið að bíða rökkurs til þess arna, jafnvel til kl. 23:30, sem er seint og vekur þá sem fara að snemma að sofa. Sýslumannsembættið auglýsir ekki þessar sýningar og þess er ekki krafist af leyfishöfum, sem væri þó ástæða til.

Nú í kvöld var flugeldasýning á tíunda tímanum, ekki svo afar seint, en hávaðaónæði um allan bæ. Og á morgun verður önnur á vegum bæjarins - hef ekki séð hana auglýsta en löggan sagði mér frá henni áðan. Er sú sýning ekki annaðhvort alveg nóg eða meira en nóg? Þurfti þessi banki endilega að ergja fólk og dýr? Ekki skoraði nýi bankinn Saga Capital sem stóð fyrir hávaðanum í kvöld mörg stig á virðingarskalanum hjá mér - en hann ætlar sér það víst ekki hvort sem er.

Ég vona að engin heimilisdýr hafi orðið hrædd, eða hestar fælst, í kvöld - og verði það ekki heldur annað kvöld - en ég bið þá sem eiga dýr hér á Akureyri og nágrenni að huga vel að þeim. Látum flugeldaskot á nýársnótt og þrettándakvöldi duga og stillum þeim í hóf á þeim tímum líka - virðum næði fólks, ónáðum ekki dýrin, mengum andrúmsloftið minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil vekja athygli á því að ALDREI er tekið tillit til þeirra sem vakna seint þannig að ég hefi ekki nokkra einustu samúð með þeim sem sofna snemma en eru truflaðir af og til.

Minn svefn er truflaður hvern einasta morgun (þmt. sunnudags- og laugardags-) með vinnu í næstu götu.

Burt séð frá þessari skoðun minni leiðist mér mikið flugeldastand og þykir hæfilegt að takmarka það við árámót.

Dettifoss Bergmann 28.8.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband