Efni
16.8.2007 | 18:53
Móttaka nýrra nema
Það er ánægjulegt verk að taka á móti 100 nýjum nemendum sem hefur verið starfi minn undanfarna daga. Þetta eru nemendur á meistaranámsstigi í menntunarfræðum og í kennslufræði til kennsluréttinda fyrir grunn- og framhaldsskóla við Háskólann á Akureyri. Námið fer fram í fáeinum staðbundnum kennslulotum, þremur til fjórum á hverju misseri. "Samtals eru nýnemar í framhaldsnámi við HA rúmlega 150 þetta haustið og hafa þeir aldrei verið fleiri. Skólabyrjun hjá nýnemum í grunnnámi verður mánudaginn 20. ágúst nk." (úr frétt). Þetta höfum við gert með bros á vör þrátt fyrir erfiðar umræður um fjárhag Háskólans í fjölmiðlum undanfarna daga, enda höfum við unnið að því að treysta undirstöðurnar, þ.e. með því að þróa og bæta kennsluna í þeim námsgreinum sem fyrir eru, bjóða ný námskeið en kenna þau annað hvort ár o.fl., og efla rannsóknir kennara Háskólans. Og eftir rúman hálfan mánuð á Háskólinn á Akureyri 20 ára afmæli.
Eins og staðgengill rektors sagði í kvöldfréttum RÚV rétt áðan eiga stofnunin og stjórnendur hans vissulega að bera ábyrgð á gjörðum sínum og því að fara fram úr fjárlögum sem er ljótt að gera. Sannleikurinn er þó sá að það skortir sárlega fjármagn til íslenskra háskóla og framhaldsskóla og aukið námsframboð HA á árunum upp úr aldamótum var til að bregðast við brýnum þörfum fólks bæði á Akureyri og á ótal fjarnámsstöðum víðs vegar um landið. Háskólinn á Akureyri var ekki að bruðla með peninga í eiginlegum skilningi þess orðs; Háskólinn notaði peningana markvisst og til hagsbóta fólki í dreifbýli, já, og jafnvel til að bregðast við þörfum sem fólk á höfuðborgarsvæðinu taldi sig ekki fá uppfylltar öðruvísi en skrá sig til fjarnáms við HA eða náms sem fer fram í kennslulotum á Akureyri.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Þóra Jónsdóttir
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Benedikt Sigurðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergþóra Gísladóttir
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Barkarson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Dagbjört Ásgeirsdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Edda Agnarsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Elva Guðmundsdóttir
-
Eyþór Árnason
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Guðbjörg Pálsdóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Rafnkell Gíslason
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Halla Rut
-
Heiða
-
Heimssýn
-
Helgi Már Barðason
-
Hermann Óskarsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hilda Jana Gísladóttir
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ísdrottningin
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jónas Helgason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Bjarnason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
J. Trausti Magnússon
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Leikhópurinn Lotta
-
Margrét Sigurðardóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Rögnvaldardóttir
-
(netauga)
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Paul Nikolov
-
Pétur Björgvin
-
Rósa Harðardóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sindri Kristjánsson
-
Soffía Sigurðardóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Örn Viðarsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
svarta
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Viðar Eggertsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Þarfagreinir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
-
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
-
Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Harry prins sakaður um áreitni og einelti
- Fór í dulargervi til að lofsama sjálfan sig
- Heimsækir Grænland til að tryggja samheldni
- Íslendingur í Bangkok: Við fengum enga viðvörun
- Skortur á lækningabúnaði hamlar aðstoð
- Björguðu konu á lífi 30 tímum eftir skjálftann
- Heimsókn Vance leiddi til ýmissa viðbragða
Athugasemdir
Bruðl og ekki bruðl......vafalaust hefur HA notað sína fjármuni vitlega, hvort sem þeir voru innan eða utan fjárveitingar. Mín skoðun er þó sú, að það sé mjög eðlileg krafa að stofnanir, opinberar eða ekki, haldi sig innan fjárhagsramma.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 16.8.2007 kl. 19:42
Algerlega sammála þér, Þorbjörg, um skyldurnar. Stofnanir eiga að haga sér eins og við einstaklingarnir að eyða ekki um efni fram, og hið sama átti að gilda um HA. Ég vil bara halda því til haga hver voru markmiðin og að þau hafi verið góð og einnig því að yfirmaður Háskólans gengst við mistökunum.
Svo væri hægt að skrifa langa sögu um lakari aðstöðu fólks í dreifbýli til menntunar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.8.2007 kl. 20:33
Fín færsla um efni sem mikilvægt að er koma á framfæri. Ég tek undir mikilvægi þess að ekki sé farið af stað með neitt nema búið sé að ganga frá fjármálahliðinni. Ég held samt að margir vinklar á því sem rætt var í fréttinni hafi ekki komið fram og held að þeir séu mikilvægir í þessu samhengi, t.d. þáttur ráðherra menntamála sem þá var í því að þessi nýja deild yrði stofnuð. Tek samt fram að ég þekki málið ekki nægjanlega til að fullyrða neitt í þeim efnum.
Anna Ólafsdóttir (anno) 16.8.2007 kl. 21:07
Það skyldi vera að það væru afskipti pólitíkusa fram hjá fjárveitingavaldinu, sem er Alþingi, sem oft valda vandræðum þegar framúrkeyrsla verður. Mér finnst nú Grímseyjarferjumálið lykta af því líka.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.8.2007 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.