Helmingi fleiri dagar í vikunni?

Ég hef oft undrað mig á því þegar ég les slúðrið um Lindsay Lohan og Britney Spears og eftir atvikum karla í lífi þeirra hvort þær hafi helmingi meiri tíma, eða jafnvel þrisvar sinnum meiri tíma, en aðrir til að stunda list sína og skemmtanalífið að auki. Þvílíkt er magn frétta af þeim stöllum. Allt eru þetta væntanlega afskaplega þýðingarmiklar upplýsingar.

Ég veit ekkert um ætt Britneyjar eða ástmanna hennar, en um daginn sá ég að Lindsay væri dótturdóttur Jane Fonda og að Calum Best, kærasti eða fv. kærasti Lindsayar, væri sonur fótboltakappans George Best, og væri fúll yfir því að hún væri í áfengismeðferð (líka í Mogganum í dag). Enn þá þýðingarmeiri upplýsingar.


mbl.is Lindsay Lohan tekin ölvuð undir stýri með kókaín í fórum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Þetta er athyglisverð ættfræði, það kemur ekki á óvart að sonur George Best vilji ekki einhverja bláedrú kærustu, ef hann er eitthvað í föðurættina. Þeim Lindey og Bryndísi Oddsdóttur (eins og Britney er ævinlega kölluð í minni fjölskyldu) finnst gaman að leika sér.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 24.7.2007 kl. 18:19

2 identicon

Það er mjög nýlegt að Britney sé mikið á djamminu, það byrjaði ekki af alvöru fyrr en hún tók sér hlé frá starfinu. Hún var örugglega að vinna 350 daga á ári frá 15-23 ára, kannski það útskýri flippið að hafa misst af því að vera venjulegur unglingur. Hún er frá trúuðum og íhaldssömum smábæ í Louisiana, það er oft talað um að slíkar sveitastelpur missi sig í stórborgum. Ef við eigum að fara lengra aftur þá flutti amma hennar frá Englandi til Louisiana, var fjallað um það fyrir nokkrum árum þegar Britney hélt ættarmót á Englandi.

Ég veit ekki mikið um Lindsay... En eru þessar stelpur ekki bara nútíma útgáfur af Marilyn Monroe? 

Geir Jónsson 24.7.2007 kl. 19:19

3 identicon

Lindsay Lohan leikur dótturdóttir Jane Fonda í nýrri mynd hún er ekkert skyld henni

Smari 25.7.2007 kl. 00:23

4 identicon

Ja, hérna hér...... mér þykir þú þrautseigur ef þú nennir ennþá að lesa slúðrið um þessar kvinnur

Ég gafst upp fyrir langa löngu

Eygló 25.7.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband