Sílamávafárið

Hmm, líffræðingurinn segir um hvarf sílamávanna: "Það bendir margt til þess að einhvers staðar hafi fundist fæða og þeir hafi þá allir hópast þangað, en við höfum ekki áttað okkur á því ennþá hvar það er." Margar skýringar aðrar eru í bloggumræðunum, t.d. við blogg Hafsteins Viðars, þar sem Skarfurinn heldur því fram að Gísli Marteinn Baldursson hafi verið svo leiðinlegur að sílamávurinn forðaði sér. Reyndar minnir mig endilega að Gísli hótaði sílamávinum öllu illu, og þá allt eins líklegt að það hafi haft áhrif, en minnihlutinn í borgarstjórninni móaðist við og vildi fara að með gát. Minnir þó að samstaða í umhverfisráðinu, ef ég man rétt hvað fagnefndin heitir, hafi verið um að biðja Reykvíkinga og gesti þeirra um að gefa sílamávunum ekki að éta; kannski það hafi haft áhrif.


mbl.is Sílamávurinn lætur sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ég verð nú að segja að mér fannst grábroslegt í fréttum um daginn þegar meindýraeyðir borgarinnar stóð á tjarnarbakkanum og skaut niður einn og einn. Vona sannarlega lífríkisins vegna að þeir hafi fundið "náttúrulegt" æti. En svo má vel vera að þeim hafi bara leiðst gulldrengurinn Gísli Marteinn, finnst það nú alveg skiljanlegt. Ég var ekki einn fastra áhorfenda að Laugardagskvöldi með Gísla Marteini.

(En ætla að fara að horfa á dr. Who núna)

Kristín Dýrfjörð, 21.7.2007 kl. 20:07

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru bara annarstaðar að éta ungviði annara fugla. Það hefur sýnt sig að það fælir máva burt ef þeir eru skotnir mikið á afmörkuðu svæði.  Það fækkar þeim ekki.  Skotveiði á mávumóg sel í breiðafirði, hefur orðið til þess að allir mávar og selir eru horfnir þaðan.  Kannski flúðu þeir í höfuðborgina og kannski eru þir farnir að gefa breiðafirðinum séns aftur.  Þeir eru engir asnar þessir fuglar.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.7.2007 kl. 21:42

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Hver man söguna af held ég svartþröstum í Bretlandi sem höfðu komist upp á lag með að ná úr mjólkurflöskum,einhverjum dropum. Svo var pökkuninni breytt og það tók fuglinn ekki nema nokkrar vikur að ná  færni að ná í dropa, þrátt fyrir nýjar umbúðir. Færnin sem var síðan örsnögg að breiðast út um eyjuna. Hef lesið þetta einhverstaðar en man ekki nákvæmar. Kannski er þetta líka flökkusaga.

Kristín Dýrfjörð, 22.7.2007 kl. 15:40

4 Smámynd: svarta

Hversu leidinlegur er madur(inn) ad silamavurinn gefst upp?

svarta, 22.7.2007 kl. 19:47

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

drep ......legur, ég er farin að draga ýsur ...

Kristín Dýrfjörð, 23.7.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband