Efni
9.7.2007 | 19:51
Hefur stjórnun fiskveiða tekist vel?
Við heyrum oft í fréttum að aðrar þjóðir líti til íslenska kvótakerfisins við stjórnun fiskveiða; Íslendingar séu gefendur en ekki þiggjendur þegar kemur að fiskihagfræði (sbr. Ragnar Árnason á Rás 1, Speglinum, ruv.is kl. 18:25 í kvöld). En þegar maður heyrir fréttirnar af síminnkandi þorskkvóta hvarflar annað að manni: Það er ekki góð staða í sjávarbyggðum sem eiga sitt undir sjávarafla. Einhvern veginn er maður því ekki sérlega sannfærður um að stjórnun fiskveiða hafi tekist vel - og einhvern held ég að kvótakerfið eigi þar meiri sök en fiskifræðin hjá Hafró, þótt vitanlega megi og eigi að þróa og bæta hvers kyns vísindi.
Rætt um fiskveiðistjórnun, kosti hennar og galla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Það getur varla hafa staðið til, að fiskveiðistjórnin hafi átt að ganga upp til annars en að hagræða öllu til ryksugutogara.
Ekkert er horft til botngerðar eða lífríkisins yfirleitt.
Ég tel, að stjónunin hafi heppnast algerlega eins og til stóð. Og nú munu litlu útgerðirnar hverjar af annarri, safnast á uppboð eða í sölu með öðrum hætti (hér mé ekki brúka orðið ,,frjáls sala" því allar verða sölurnar þvingaðar)
Hef aldrei kunnað við þetta kerfi, haft á því hina mestu óbeit, þar sem ekkert er skoðað hvernig veiðarfæri eru brúkuð, né hvernig lífkeðjan virkar og núna þegar öll náttúra sjóvarins æpir og stynur, fugladauði, fæðuskortur, síladauði og horfellir í fiski, þannig að tegundamengun vrður, svo sem af Ígulkerjum, horfa allir undan og fara að tala um tonnafjölda sem þeir ,,tapi" úr sínum kvótapungi.
Þetta lið segir ekkert frá því, að kerfið er HLUTDEILDARKERFI hvar % ræður af HEILDARAFLA.
Miðbæjaríhaldið
Saknar síns gamla mannlega Flokks
Bjarni Kjartansson, 10.7.2007 kl. 11:55
Ragnar er að ræða og mæra sitt hugarfóstur sem er nánast eins og barnið hans. Þegar það var lagt upp með kvótakerfið var markmiðið að það skilaði 400 til 500 þús. tonn jafnstöðuafla en aflinn verður á næsta fisveiðiári 130 þúr tonn og þeir sem ráða ferðinni áætla að hann aukist ekki á næstu árum. Þetta getur ekki kallast árangur en samt er Ragnar Arnason nokkuð ánægður með kerfið sitt.
Sigurjón Þórðarson, 11.7.2007 kl. 10:54
Sæll Ingólfur
Þessi umræða er áhugaverð og ég er sammála því sem hér hefur verið sett fram.
Í skýrslu hagfræðistofnunar er sérkennilegur texti en hann er svona. "Í umræðu um stjórn fiskveiða hefur iðulega verið bent á að framsal aflamarks og þó einkanlega aflahlutdeilda geti haft veruleg áhrif á atvinnulíf á viðkomandi stöðum. Bann við framsali myndi þó trauðla breyta miklu. Eftir sem áður yrði væntanlega hægt að selja og kaupa einstök fyrirtæki þar eð vandséð er hvort hægt yrði að banna slík viðskipti í einni atvinnugrein. Bann við framsali eða kvótabinding gæti einnig orðið til þess að draga úr hagkvæmni."(bls.64).
Í sambandi við þessar staðhæfingar er athyglivert að ekki eru sérstaklega teknar fyrir félagshagfræðilegar afleiðingar, og alls ekki sömu tökum og önnur viðfangsefni í skýrslunni. Þannig eru ekki sýndar breytingar á atvinnuástandi í greininni, helur velur að birta atviksmynd frá 2005.
Í skýrslunni er síðar fullyrt að engin tengsl séu milli kvótakerfisins og verndunar eða uppbyggingar stofnsins. Það hlutverk Sóknarmark eða heildaraflaheimilda. Eins er sagt í skýslunni að ekki hafi verið sýnt frammá að kvótakerfið leiði til veiðimynstur sem hafi verri áhrif á viðgang stofnsins en ef aðrar leiðir væru farnar við fiskveiðistjórnun. Til dæmis er því hafnað að sýnt hafi verið fram á brottkast.
Mér finnst nokkuð bratt af Ragnari og félögum að halda því ófölir fram að kerfið hafi engan veginn haft áhrif á atferli leikmanna í sjávarútvegi í ljósi reynslunnar.
Anna Karlsdóttir, 13.7.2007 kl. 09:07
Þakka þessar athugasemdir - þær sýna glögglega fram á að kvótakerfið er ekki gott, hvorki fyrir byggðirnar né fyrir fiskinn. En var þetta þá alltaf eitt samsæri? Ekki viss um það, en niðurstaðan virðist ekki vera mjög góð nema máske fyrir þá sem hafa efnast á þessu fyrirkomulagi.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.7.2007 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.